Til Íslands koma útlendingar oft til þess að þygggja laun sem okkur Íslendingum finnst alltof lág en þeim finnst vera mjög fín bara. Vitið þið hverju þetta veldur? Við sköpum okkur láglaunastétt á íslandi og laun ákveðinna starfa lækka gegnum árin. Þetta eru alallega þau störf þarsem þú þarft lítið að kunna í íslensku og þarft litla sem enga fagmenntun til. Dæmi: Vinna á lager, í fiski, búa til samlokur osfrv. Þetta veldur því að fólkið sem fyrir er lækkar í launum, aðallega vegna þess eða laun fylgja ekki verðlagsþróun, missir vinnuna eða gefst upp á þessu. Það eru ágætis líkur á því að sá sem fyrir var verði bitur og beini reiði sinni gagnvart útlendingunum, myndi fordóma gagnvart innflytjendunum og svo framvegis. Þessvegna fór ég að velta fyrir mér hvernig hægt væri að breyta þessu og datt í hug mjög einfallda og sjálfsagt vanhugsaða lausn. En kannski vekur það einhvern til umhugsunar, sem er ekki öfgafullur vinstrisinni, og út kemur kannski einhver góð pæling. Ef við setjum á lámarkslaun, kannski 150þ kall á mánuði og breyta ekki atvinnuleysisbótum. Þá fer láglaunafólk kannski að “fá það” betur á tilfinninguna að það sé að gera sér eitthvað gott með því að vinna. Þau fyrirtæki sem treysta sér ekki til þess að borga þessi laun geta þá endurskoðað sinn rekstur. Möguleikarnir eru þá endurskipulagning á starfsemi hérlendis, fyrirtæki hættir starfsemi og svo að fyrirtæki færi hluta rekstursins eða jafnvel allan rekstur á launasvæði sem er þeim frekar að skapi. Gerir sér einhver grein fyrir afleiðingunum?

Og aðeins meira:
Hvað ætli laun bensínafgreiðslu manna hafi hækkað/lækkað mikið miðað við verðlagsþróun síðustu 13 ára? En fólk sem vinnur við kassa í stórverslun?