Strætómál Reykjavíkur eru í tómu bulli og þyrfti að taka þau til algjörar endurskoðunnar. Það hljóta allir að sjá það að einkabíllinn gengur ekki upp til lengdar, hækkandi eldsneytisverð, þverrandi eldsneytisbirgðir og síaukin umferð eru allt þættir sem ættu að virka mjög hvetjandi á endurskoðun og endurskipulagningu á þessu kerfi. Sjálfur myndi ég vilja taka strætó en eins og staðan er í dag á þessu kerfi þá einfaldlega nenni ég ekki að standa í því.