Af því að BT voru að selja Medion fartölvur hérna í den og þær voru vægast sagt ekki góðar. Þeir eru hins vegar búnir að skipta þeim út í dag fyrir Toshiba og Fujitsu Simens, og það skiptir litlu hvort þú kaupir þær í BT eða einhversstaðar annarsstaðar, þetta eru sömu tölvunar. Svo eru BMS Tölvulausnir líka með ábyrgðarþjónustu fyrir Medion á Íslandi og þeir hafa nú ekki þótt liðlegustu menn í heimi. Tæknival hins vegar þjónustar Toshiba og Fujitsu þannig að ég sé ekkert því til fyrirstöðu...