Loksins kemur þetta, og þetta mun ekki gerast aftur;

arnarj … 9
sofus … 8
clover … 7 1/2
kitiboy, killy … 7
rfm … 6 ½
Jorgenmar … 6
girlygirl, thedoctor … 5
babbo, Marmelade, Mancio … 4
haddi77 … 3 1/2
neonballroom … 3
RemusLupin … 2 ½

Heildarstaðan er í smá uppnámi þessa stundina en lagast fljótlega… vonandi.

1. Bresk/Bandarísk mynd frá fyrri hluta áttunda áratugarins olli gríðarlegum deilum meðal gagnrýnenda þessa tíma. Myndin var bönnuð í fjölda ára vegna hrottalegs efnis myndarinnar. Myndin hefur oft verið kölluð hroðalegasta mynd breskrar kvikmyndasögu. Hver er myndin og hver lék þar aðalhlutverkið?

A Clockwork Orange er mjög skiljanleg ágiskun hér en það er samt ekki rétt. Hún er ekki ættuð frá Bandaríkjunum. Straw Dogs með Dustin Hoffman í aðalhlutverki er það hins vegar og það er rétt svar.

2. Tengið saman Sam Neill og Juliu Roberts.

Hér voru fullt af útgáfum réttar. Sumir misskilja þó spurninguna örlítið en þetta gengur semsagt út á það að tengja á leikarana í gegnum leikara/leikstjóra. T.d. Sam Neill lék í The Hunt for Red October með Sean Connery, Connery lék í First Knight með Richard Gere og Gere lék með Juliu Roberts í Pretty Woman. Svona var svar rfm, enda fær hann stig í pottinn.

3. Leikari einn er ekki þekktur fyrir mikla leiklistar- eða tungumálahæfileika en er samt sem áður með þekktari leikurum Hollywood fyrr og síðar. En uppá síðkastið hefur hann meira verið kenndur við stjórnmál. Hver er leikarinn?

Þetta er sjálfur Arnold Schwarzenegger!

4. Hvaða mynd var íslenskuð sem “Ókindin”?

Jaws var íslenskuð sem Ókindin.

5. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Skjáskot þetta er úr Jurassic Park 3.

6. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Frekar erfitt skjáskot, þetta er Midnight Express.

7. Mynd ein fjallar um mann sem tekur að sér að ræna fólki sem ekki hefur verið að fara vel með líf sitt og setja það í aðstæður sem eru svo óhugnalegar og erfiðar að nánast enginn sleppur lifandi. Eitt framhald hefur verið gert af þessari mynd og annað á leiðinni. Spurt er um nafn myndarinnar og viðurnefni fyrrnefnds einstaklings.

Spurt er um Jigsaw hinn snarbilaða úr Saw.

8. Í hvaða mynd er bókstafur á baki morðingja notaður til að einkenna hann?

M er svarið hérna. Áhugasamir geta skoðað meira um hana á imdb.com.

9. Fyrir hvaða mynd var þessi tónlistarbútur saminn?

Tónlistarbúturinn þessa vikuna var úr Broken Arrow með John Travolta í aðalhlutverki.

10. Hann hefur leikið tískuhönnuð, skósvein illmennis og þjálfara. Hver er maðurinn?

Will Ferrell lék þessi hlutverk í Zoolander, Austin Powers og Kicking and Screaming.

Svörin úr Triviu 25 koma á næstu dögum.