Hvíslaðu þessu að honum þegar þið eruð bæði komin upp í rúm, ljósið slökkt og hann alveg að sofna. Ef maður er hræddur við að segja eitthvað þá er stundum ágætt að gera það í myrkrinu fyrst, maður er svona pínulítið verndaður þannig. Svo geturu líka sent honum sætt sms. Síðan er nú yfirleitt auðveldara að segja þetta eftir fyrsta skiptið. Ég t.d. segi þetta oft við minn kall núna og við öll tækifæri, og hann við mig, og okkur finnst alltaf jafngott að heyra þetta.<br><br>Kveðja, GlingGlo