góð ráð fyrir hjón og pör

Þessi blossi sem fólk nær að viðhalda, þetta augnarráð! Hvernig fer þetta fólk að þessu? Hvaða uppskrift er þetta? Það er á hreinu að þetta kemur ekki að sjálfu sér. Hér á eftir koma tíu atriði sem eru nauðsynleg til að ná þessum árangri í löngu hjónabandi eða sambúð.

1. Tjáið ykkur
Það er vinna að loka aldrei á tilfinningar og tjáningu, að hafa opið á nóttu sem degi. Þegar fólk er að vinna mikið og samverustundir verða fáar getur þetta orðið strembið. Það er svo algengt að fólk gleymir sér í amstri dagsins og fer að umgangast makann sinn eins og ókunnuga manneskju. Þetta er hægt að forðast ef fólk er meðvitað um þetta. Mikilvægasta reglan er að muna að það að hlusta getur verið jafn mikilvægt og að tala.

2.Verið heiðarleg
Það er svo algengt í dag að samræður fólks eru fullar af svokölluðum “hvítum lygum” sumum finnst þetta krydda lífið í samræðunum en öðrum ekki. Málið er bara að það virkar best á makann þinn ef þú kemur fullkomlega heiðarlega fram. Þegar segja þarf hluti sem makanum gæti þótt erfitt eða leiðinlegt að hlusta á þá er best að koma heiðarlega fram og segja sannleikann. Hér kemur ein góð ábending: Ekki skemmir fyrir að láta fylgja snertingu eða faðmlag.

3. Traust
Traust í hjónabandi eða sambúð ætti að vera á þessa leið: Þú treystir og trúir því sem maki þinn segir þér ! hvar sem hann er, hvað sem hann er að gera og ef makanum seinkar þá veistu að það er vegna þess að hann tafðist eitthvað. Öll sú orka sem fólk eyðir í áhyggjur af maka sínum er óþörf ef traust er fyrir hendi.

4. Hlátur
Það er ekki spurning að það að hafa húmor er nauðsynlegt í góðu sambandi. Það er hægt að nota húmorinn á svo margan hátt. T.d. er hægt að eyða óþægilegri aðstöðu með húmor og ekki er slæmt að geta hlegið sig í gegn um vandræðalegar stundir. Það er hollt fyrir samband að fíflast aðeins. Farið nú að gretta ykkur aðeins, tala bjánalega og ekki gleyma að hlæja saman.


Hefur þú ekki hitt hjón sem virðast eiga eitthvað sem aðrir eiga ekki. Þessi tilfinning um mikla hlýju, virðingu og ánægju á lífinu saman, jafnvel eftir 15-20 ára sambúð eða hjónaband þá er ekki að sjá merki um þreytu í sambandinu.

5. Vinátta
Verið vinir. Það að verða ástfangin af einhverjum er auðvelt en það að viðhalda ást og vináttu - það er annar handleggur. Ekki sætta þig við annað en það sem þú átt svo innilega skilið.

6. Virðing
Til að geta borið virðingu fyrir maka þínum eða hverjum sem er þarft þú að bera virðingu fyrir sjálfum þér. Það hjálpar þér að halda eiginleikum þínum þegar sambandið eða hjónabandið breytist og vex. Það að standa á sínum skoðunum, tjá þær þó að hinn aðilinn sé ekki sammála þér og að virða skoðanir hvors annars er lykilatriði.

7. Elskaðu skilmálalaust
Það reynist mörgum erfitt í hjónabandi eða sambúð að segja “ég elska þig” upphátt og oft. Munið að segja makanum ykkar þessi tíðindi, jafnvel þá daga sem þið verðið pirruð út í hann eða hana…

8. Málamiðlanir
Stundum þarf maður að gefa til að fá. Það að gera málamiðlanir og fara milliveg hjálpar makanum að finnast hann vera í sambandi þar sem báðir eru í sama liði en ekki að berjast á móti hvort öðru. Þegar árekstrar koma og það er líklegt að það gerist oft í sambandi við vinnuna og börnin, gerið málamiðlanir og reynið að fara milliveginn.

9. Fyrirgefning
Hamingjusamt fólk er ekki langrækið. Fyrirgefning þýðir að vera ekki að gera veður yfir smáu leiðindunum. Ef það koma upp stór leiðindi er mikilvægt að það sé fullkomin fyrirgefning. Það þýðir ekki að segjast fyrirgefa og henda því svo aftur í andlitið á viðkomandi um leið og illa stendur á.

10. Trúin
Þú verður að hafa trú á sambandinu. Ef hún er ekki til staðar, hvað áttu þá ?

kveðja
palinas
<img src="