Ishtar…

ah, hver man ekki eftir stórmyndinni Ishtar!

Grínmynd þar sem Warren Beatty og Dustin Hoffman fara á kostum sem
laga- og textahöfundarnir Lyle Rogers og Chuck Clarke.

Þeir reyna að ´meika´ það í New York en það gengur erfiðlega þar til
þeir hitta útbrunninn umba Marty Freed (Jack Weston). Marty hlustar á
nokkur frumsamin lög eins og ‘I´m Quitting High School’ og
'Wardrobe of Love' og sannfærist um að þetta gengi ætti að ná langt,
- þ.e. eins langt í burtu og hægt er.

Þannig ferðast Rogers og Clarke til hinnar töfrandi og dularfullu Marokkó
með smástoppi í pólitískri púðurtunnunni Ishtar. En Ishtar reynist meira
en smástopp þar sem þeir lenda í skothríð milli Shirra (Isabelle Adjani),
sem er stórglæsilegur vinstri-sinnaður byltingakvenmaður, og Jim Harrison
(Charles Grodin), sem er CIA fulltrúi sem tekur vinnu sína alvarlega.

Skyndilega hvíla örlög Mið-Austurlanda í höndum tveggja sem kunna ekki
einu sinni að halda lagi!

Þetta er snilldarmynd og hefur verið í mínu uppáhaldi alveg síðan ég sá
hana fyrst, ókei ég veit hún fékk næstum því hindberið eða hvað það
nú kallast sem slæmar myndir fá en þetta er alvarlega vanmetin mynd.

Þessi mynd hefur allt sem að góð grínmynd ætti að hafa, góða leikara,
gott handrit, frábærlega fyndið atriði með blindum úlfalda :)

Endilega commentið á mig ef að þið hafið séð Ishtar eða viljið vita
eitthvað um hana.