Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: gunnzi að owna monson

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það væri nú held ég frekar tæpt að álykta nokkuð um það. Menn hafa nú náð að smokra sér út úr öðru eins. Samt virkilega svalt að Gunni hafi yfirhöfuð komist í stöðu til að púlla Kimura á manni sem er svona hrikalega massaður. Handleggslásar eru ekki beinlínis það besta á móti þeim.

Re: Smá spurning.

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Þá myndi ég passa vel upp á að teygja og svona, gera liðleikaæfingar og háma í þig glucosamine eða eitthvað annað sem heldur liðamótunum góðum, sérstaklega ef þú ætlar að fara í eitthvað glímusport, s.s Judo eða BJJ. Annars held ég að það sé nokkuð víst að allavega svona til að byrja með þá myndi BJJ eða MMA 2x í viku meðfram kraftlyftingum bitna eitthvað á árangrinum með lóðin, svona á meðan líkaminn er að venjast því að vera að gera bæði. Margir vanmeta það hversu mikið sjokk það er fyrir...

Re: gunnzi að owna monson

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Glíman endaði svona right? Tíminn rann út á meðan Gunni var með Monson í Kimura? Mér sýnist að þetta hafi verið mun meira “one-sided” glíma en úrslitin gáfu til kynna…

Re: Gunnar Nelson sigrar snjómanninn!

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
“Kafteinn Ísland vs The Hulk” var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa mynd. Reyndar er Monson líkari Ben “The Thing” Grimm heldur en Hulk svona þegar ég pæli aðeins í því.

Re: Smá spurning.

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hvaða aðra íþrótt ertu að æfa?

Re: Gunnar Nelson á ADCC um helgina

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ef einhverntíman var við hæfi að nota orðið “dauðariðill” þá á það við um -88 á ADCC…. Líkurnar eru svo sannarlega ekki Gunna í hag, hann er eina brúna beltið í flokknum eftir því sem ég best veit, og einum þyngdarflokki fyrir ofan sína eðlilegu keppnisþyngd. Ef Gunni hefur eitthvað með sér inn í þessa keppni þá er það kannski “the element of surprise”, að andstæðingar hans vanmeti hann og komi kærulausir inn í glímurnar við hann, sem ég tel þó ekki sérlega líklegt miðað við hvað það hefur...

Re: Árni úr Járni með mma í Fjölni!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Þetta er meiriháttar boost fyrir Fjölni, varla hægt að hugsa sér færari mann á sviði MMA heldur en Árna. Gaman að sjá hvað ALLIR klúbbarnir virðast vera með mikinn metnað í uppbyggingarstarfi þessa dagana. Samkeppni er alltaf af hinu góða og miðað við hvað aðsóknin virðist vera búin að vera yfirþyrmandi í Mjölni í haust þá er það bara af hinu góða að fleiri topp klassa valkostir séu á höfuðborgarsvæðinu. Svo skemmir smá rígur milli klúbba ekkert fyrir, svo fremur sem að það sé allt á...

Re: Yfirlýsing frá Cro Cop

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ég hef haft þetta á tilfinningunni allar götur síðan hann tapaði fyrir Fedor að Mirko væri ekki í MMA af neinni sérstakri ástríðu. OWGP sigurinn var góður, en hann fékk að mínu mati léttustu leiðina að sigrinum. Ég óska honum þó alls hins besta og vona að hann hafi þénað nóg á ferlinum til að geta notið lífsins með fjölskyldunni.

Re: Steve Maxwell í Mjölni

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Hann er 56-57 eða svo, og var kominn með fjólubláa 1997. Verum rífleg á því og segjum að hann hafi æft í ca. 3-4 ár áður en að hann fékk það, þó svo að það gæti vel verið styttri tími þar sem hann var með reynslu úr wrestling, og þá fáum við út 1994. Þannig að hann hefur verið kominn um eða yfir fertugt áður en hann byrjaði í BJJ, en hann hefur verið viðloðandi glímusport mun lengur.

Re: Steve Maxwell í Mjölni

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Það er sorglegt hvað Steve Maxwell er í raun lítið þekktur meðal þeirra sem fylgjast með BJJ, allavega þeirra sem að hanga á netinu og dýrka menn eins og Jacare, Marcelo Garcia, Roger Gracie o.s.frv. Fæstir virðast nenna að fylgjast með hvað er að gerast í flokki öldunga, þó að það sé að vissu leyti meira afrek að standa sig vel þar, því þá þarftu að glíma við bæði andstæðinginn og elli kerlingu. Ég vissi heldur ekki að Maxwell hefði verið fyrsta ameríski svartbeltingurinn. Það er ekkert smá afrek.

Re: Enn hrakar Ólympísku Júdoi

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ég myndi hafa samband við annaðhvort Nelsons eða HwaRang og biðja þá um að setja félagið í Vogum inn í listann yfir klúbba sem er hérna á síðunni. Jafnvel líka búa til spes þráð eða eitthvað ef að þú vilt láta fólk vita af þessu.

Re: Marius Pudzianowski kominn í MMA

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Sammála að flestu ef ekki öllu leyit. Mig þyrstir mjög í að vita með hverjum hann er að æfa. Ef hann er búinn að umkringja sig þeim fjölmörgu fantagóðu wrestlerum og judomönnum sem að Pólland býr yfir, þá er hann í góðum málum. Ef að hann lítur bara á þetta sem svona one-off dæmi og er ekkert að æfa af viti þá endist hann ekki lengi. En einhvernveginn á ég erfitt með að ímynda mér annan eins afreksmann eins og hann að gera eitthvað öðruvísi en 120 prósent…

Re: Enn hrakar Ólympísku Júdoi

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ef ekki nema 10% af júdófólki á landinu hefur tekið þessum fréttum svipað og þú, þá mun aðsókn að Mjölni, Fjölni, Sleipni og fleiri félögum springa út á næstu misserum… IJF er svo hroðalega að skjóta sig í löppina með þessu til lengri tíma litið. Trendið á 21stu öldinni það sem af er hefur verið í átt að meira crosstraining og meiri samkrulli bardagalista almennt(ekkert bara í MMA) og hér eru þeir að reyna að verjast öllum áhrifum sem hugsanlega er hægt að rekja til einhverra annara en Kano...

Re: Marius Pudzianowski kominn í MMA

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ég hef ekki mikla trú á að Marius eigi eftir að gera miklar gloríur í MMA, ekki (eins og margir) vegna þess að ég haldi að hann hafi ekkert þol, allir sem hafa fylgst með honum í WSM vita að hann er langt frá því að vera hinn týpíski aflraunakappi, gaurinn er hrikalega well-rounded líkamlega séð…en það sem á eftir að verða honum að falli að mínu mati er skortur á ground game. Það er engin tilviljun að fyrst andstæðingur hans er gamall boxari með ekkert groundgame heldur…KSW vilja bara...

Re: Marius Pudzianowski kominn í MMA

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Hvernig dettur þér annað eins í hug! ;)

Re: Systema?!?

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Ég var að hlusta á “The Demon-Haunted World” eftir Carl Sagan í hljóðbókarformi yfir hádegismatnum og þar minntist hann einmitt á þá sprengingu sem hefur orðið í almennri “pseudoscience” og hindurvitni í hinum fyrrverandi kommúnistaríkjum. UFO's, andamiðlar, lófalestur, stjörnuspeki og allir þeir pakkar gjörsamlega SPRUNGU út bæði í Rússlandi upp úr 1990 og Kína eftir að kommúnistar tóku að slaka á klónni hvað varðar athafnafrelsi. Það hafa fleiri UFO's verið tilkynntir í gamla Sovét eftir...

Re: Enn hrakar Ólympísku Júdoi

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Já en ætti Judo samfélagið ekki að vera þakklátt “restlerunum” fyrir að koma með nýtt stöff inn í íþróttina og læra af þeim, og hvernig er best að counter-a þá, frekar en að skella í lás og fela sig bak við reglubreytingar svo að lönd með “hefðbundnari” judo-stíl geti unnið jafn mörg gull og þau gerðu í eina tíð? Fyrir hvern er þetta sport, áhorfendur og íþróttasambandsforkólfa….eða fólkið sem stundar hana?

Re: Enn hrakar Ólympísku Júdoi

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
En er það ekki að henda barninu út með baðvatninu að klippa út helling af tæknum bara af því að sumar glímur eru leiðinlegar? Það er bara hluti af íþróttum að ekki hver einasti leikur er skemmtilegur. Stundum eru fótboltaleikir hrútleiðinlegir þegar bæði lið eru sátt með jafntefli og pakka bara í vörn. Það er að mínu mati alveg út í hött að refsa þeim sem kunna að nota morote-gari svo gaman sé af bara af því að sumir kunna það ekki… Það sem mig grunar að þetta snúist um fyrst og fremst er að...

Re: Enn hrakar Ólympísku Júdoi

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Og er eitthvað að því? Stundum mætast tveir keppendur sem að eru báðir sérfræðingar í þeim köstum, líkt og stundum mætast keppendur sem að eru sérfræðingar í öðrum köstum. Það er stórhættulegt þegar farið er að krukka í reglum til að fá út eitthvað sem menn halda að falli að smekk áhorfenda. Leyfum mönnum bara að glíma á eins frjálsan hátt og mögulegt er.

Re: Vantar ábendingar um bardagalist

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Já vá gleymdi að taka það fram. Vitlaus ég…

Re: Vantar ábendingar um bardagalist

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Reyndar er þess vert að minnast á að núna eru 2 BJJ tímar í mánuði(ef ekki fleiri?) algerlega tileinkaðir standandi glímu í gi. Bjarni Skúla og Axel kenna. Ekki aukvisar þar á ferð!

Re: BOXING

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Hvar er þetta staðsett? P.S lyftingarherbergið í ræktinni á Bifröst heitir líka Jakaból. Þar sem stór hluti þeirra sem stunda það eru í lögfræðinámi þá myndi ég stökkva til og copyright-a þetta áður en þeir gera það ;)

Re: hversu nett er þetta ?

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Miðað við gamla Babelfish þá er þetta ótrúlega góð tövluþýðing. Gefum Google nokkur ár í viðbót og þá er þetta nýtilegt. Verð nú að taka ofan af fyrir þeim hvað þeir eru duglegir að hjóla í verkefni sem að virðast á yfirborðinu illmöguleg.

Re: Roland SP-404 sampler til sölu

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Verðhugmynd? Hef hugsanlega áhuga, endilega sendu mér skilaboð. P.S Ef þetta er selt vinsalegast bættu því við í orginalinn svo menn hætti að bögga þig ;)

Re: Umræða um ufc 102 (spoilerar)

í Bardagaíþróttir fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Gæti ekki verið meira sammála, og myndi breyta staðhæfingunni minni “algjört klúður hjá dómurunum” yfir í “algert klúður hjá þeim sem tóku þá ákvörðun að leyfa honum að halda áfram” ef ég gæti. Í þessu tilfelli var það læknirinn, en ef ég skil rétt þá hefur dómarinn n.k “fiat” vald á meðan á bardaganum stendur. Þessvegna er ávallt sagt “obey my commands at all time” rétt áður en bardaginn byrjar. Jafnvel þó svo að læknirinn sé búinn að segja OK þá ætti dómarinn að geta sagt “já nei þetta er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok