Marius Pudzianowski kominn í MMA Fimmfaldur sterkasti maður heims, pólska tröllið Marius Pudzianowski er búinn að staðfesta það að hann mun allavega testa MMA, og mun fyrsti bardaginn hans verða í pólska batteríinu KSW.

Marius er ekki bara hrottalega sterkur, heldur hefur æft box og full-contact(Kyokushin) karate frá unga aldri meðfram kraftasportinu. Einnig hefur hann keppt í rúgby með góðum árangri þannig að þolið ætti að vera í lagi.

Ég verð að segja það að ég er MJÖG spenntur fyrir að sjá hvernig þetta fer.