Ef hún er að segja satt þá ert þú henni líklega ofarlega í huga. Það sem við hugsum títt um kemur oft fyrir í draumum okkar, sem þú ættir að geta sannreynt með því að spá í eigin draumum. Umfram það er ekki hægt að segja mikið um hvað það þýðir um hugarástand hennar. Reyndar kemurðu með svarið sjálfur, ef hún er sannarlega hrifin af þér. Ef hún er að ljúga, tjah, þá er hún bara skrítin.