Ástæðan fyrir því að ég trúi á æðri mátt!
Það getur ekki verið að ástæðulausu sem trúin á æðri mátt hefur fylgt mannkyninu frá því að “við” fórum að nota tvo jafnfljóta, og þó það væri að ástæðulausu þá erum “við” búin að trúa svo lengi að þetta er hætt að vera val, líkaminn einfaldlega þarfnast þess að við trúum, uppá efnaskipti í heilanum.
Síðan var maður alinn upp við þetta, og ég hugsa að það spili líka stórt hlutverk.

Og þó að þessar þrjár ástæður væru bull, þá er tilhugsunin um að það sé eitthvað stærra þarna úti skárri en að “við” séum ein í heiminum.

“við”=mannkynið

Ég held upp á jólin, páskana og allt það, af því að það er hefð, og mér finnst það ekki koma trú neitt við, mér finnst ekkert að því að fagna.

Ég tel að öll trú sé uppsprottin frá einum og sama atburðinum, hvort sem það sé loftsteinn, geimverur, norðurljósin eða eitthvað annað, og því leyfi ég mér að einfaldlega trúa á æðri mátt, og er ekkert að skilgreina hvort það sé búddismi, hindúismi, kristnitrú, ásatrú eða eitthvað annað.


Ég einfaldlega trúi :)
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950