ég verð bara eigilega að koma á framfæri hvað apple á íslandi er fáááránlegt..

Harði diskurinn í 15" macbook pro tölvuni minni hrundi, þannig ég þurfti ofc að fara með hana í viðgerð og fékk hana tvem vikum seinna. Nema þá var gömul útgáfa af stýrikerfinu mínu, þannig ég ætlaði bara að setja mitt kerfi í með installation diskunum sem komu með henni..
Neinei auðvitað lokar mamma tölvuni og allt frýs aftur.. Okei, fer með hana aftur í viðgerð og þeir náðu að gera við hana á einum degi.

AUÐVITAÐ þrem dögum seinni helli ég djús á hana.. (Er btw ekki kominn að partinum sem apple virkilega fokkaði upp).
Fór með hana aftur í viðgerð.
Beið í tvær vikur sem á að vera eðlilegur tími.
Eftir sirka tvær vikur hringdi maður frá verkstæðinu og svona sirka var símtalið:

Heyrðu það er bara komið að þessu!
Núnú má ég koma að sækja hana?
Ha sækja? Neinei erum að fara að gera við hana bara
jáokei, afhverju þá að hringja í mig?
nú þú þarft að koma með hana fyrst
.. Ég kom með hana fyrir meira en tvem vikum.
Ha? er það? ég gat ekki séð tölvuna hérna hjá mér, ertu viss um að hafa komið með hana?
já.. ég er mjög viss um það sko
núnú.. heyrðu hvað er númerið hjá mömmu þinni?
*Segjinúmerið*
okei, við hringjum í hana og sjáum hvort hún viti eitthvað um þetta
okei

Svo hringja þeir aftur stuttu seinna

Heyrðu nei talvan er ekki hérna
í alvöru?
já, við látum þig vita hvað kemur í ljós
okei..

Svo fundu þeir hana eftir nokkra daga.
Og þá kom í ljós að það þurfti að skipta um gjörsamlega allt í henni.
Og það liðu aðrar tvær vikur.

Þegar ég fór með hana báðu þeir mig að nefna dæmi um hvað væri að henni, og ég sagði að hún t.d. fraus alltaf þegar ég opnaði spaces.
Þegar ég fékk hana svo virðist hún virka fínt, fyrir utan eitthvað vesen í byrjunini, en svo fór hún bara að frjósa aftur.. En spaces virkaði, þetta sem þeir báðu mig um..
Hvað kosstaði þetta svo? 240þ kr.
Hvað keypti é gtölvuna á? 230þ í usa.

Þannig basicly:

Þeir rukkuðu mig meira en ég keypti tölvuna á fyrir ófullkomna viðgerð plús þeir týndu henni í nokkra daga og einni viðgerð áður settu þeir vitlaust stýrikerfi í hana.

Er alveg vel pirraður hérna.
Plís, ef þér finnst mac ekki nice tölvur þá náði ég því, þarft ekki að tjá þig um það hérna, fólk hefur mismunandi skoðanir.
takk

Bætt við 31. desember 2010 - 00:09
Plús þetta tók meira en mánuð, þetta hefði átt að taka 2 vikur.. mestalagi 3 sögðu þeir þegar ég fór með hana.
Stjórnandi á /hjol