“Bann” er óheppilegt orð. Þú getur alveg gert fólki erfitt fyrir að gera hluti með fordómum og háði. Mörgum finnst þeir eflaust heftir í sínu vali, meðvitað eður ei, vegna þess að það er “strákalegt” eða “stelpulegt” að gera eitthvað. Til dæmis er allt starfsfólkið í Hámu kvenkyns, og ég gæti hugsað mér að karlar væru fráhverfir að sækja um starf þar því það væri “eitthvað fyrir konur”. Þeim þarf ekki einu sinni að finnast það sjálfum, heldur gæti þeim þótt asnalegt að vera innan um þær...