Ég Veit að það hefur komið svipaður svona þráður áður
Og ég held að fólk hafi þá sagt sýna svoleiðs hluti í kommentunum

Ég elska bíómyndir, ELSKA þær

Ég drekk ekki kaffi

Þegar ég var lítill hélt ég að mýs með upptökuvélar væru að elta mig og gera sjónvarpsþátt um mig

Ég er oft með gleraugu, en langar samt í linsur

Ég stefni hátt í lífinu

Ég fer oft inná 9GAG

Ég á ekki hund en þegar ég var lítill elskaði ég lyktina af hundum

Ég drekk sjaldan áfengi

Ég elska flottar skyrtur

Mér finnst gaman að horfa á sólsetrið

Stundum sjá augun á mér eins og þau séu kvikmyndatökuvél
semsagt ég ýmdinda mér stundum að það sem ég sé, sé bíómynd

Húsið mitt er hvítt að utan

Ég kíki á huga.is ca. einu sinni á dag

Ég kíki á facebook oft á dag og er háður í drasl

Heyrnatólin mín voru dýr en alveg þess virði

Þegar ég verð stór ætla ég í fallhlífarstökk..
ef ég þori

Mér finnst að ég eigi ekkert það marga vini
en þeir eru samt ágætir

Ég hef ekki horft á fréttatíma í langann tíma

Einu sinni fór ég óvart inní kvennaklefan í sundi

Núna er ég að hugsa hvort einhver eigi eftir að lesa þetta

Ég hugsa mjög mikið og stundum langsóttar hugsanir
Eins og “hvaðan kom þessi 500 kall, hversu margir hafa átt hann”

Ég veit nákvmælega hvað ég myndi gera við 500 miljónir sem ég vinn í lottó

Þegar ég var lítill langaði mig að vera smiður
núna er ég nennis að snerta verkfæri

Mig langar í smá tan

Ég er smá latur að eðlisfari en ef ég er í verkefnum sem ég fýla legg ég mig 110% fram (eins og flestir líklega)

Ég ELSKA BÍLINN MINN

Stundum þoli ég ekki suma vini mína

Mér finnst góð lykt af bensíni

Stundum líður mér eins og ég sé einhver annar

Ég hugsa ekki bara um að sofa hjá stelpum heldur líka tilfinningar og þannig

einu sinni átti ég kött sem borðaði kjötbollur og kartöflumús

Sumu fólki líkar eflaust illa við mig
en mér er sama

Ég er með tyggigummi á vinalistanum mínum á facebook

Ég joinaði huga.is upphaflega útaf flugáhugamálinu minnir mig

Ég er lengi búinn að ætla að skrifa þennan þráð og var þá kominn með margar hugmyndir sem ég er semí búinn að gleyma

Ég fæ stundum gæsahúð þegar ég er að gera hluti sem ég fæ tilfinningu fyrir að eiga eftir að verða snilld
eins og lög eða myndir

þegar ég var lítill og byrjaði að velta fyrir mér hvar alheimurinn endaði og að hann væri endalaust svart tóm þá fékk ég óþægilega tómleika tilfinningu í nokkra daga

Ég væri til í svona spóla til baka takka til að upplifa góðar minningar aftur

Ég HATA REYKINGAR

Ég hef aldrei misst neinn nákominn mér en þegar það gerist þá ætla ég að reyna að tækla það vel.

Ég mun líklega koma með annan svona þráð seinna

Ég held að þetta séu ekki 50 staðreyndir og ég nenni ekki að telja

Pís át

Bætt við 11. júní 2011 - 20:52
Ég er ekki mikill aðdáandi fetaosts
en ég elska pizzu og í hófi finnst mér þarna hvítmygluosturinn góðu