Ég er ekki með neinar háskólagráður, því miður. Ég stefni á að taka fyrir óvissulögmálið, ljóseindina og bylgjueðli einda í næsta þætti, svo nánari kjarneðlisfræði, bylgjujöfnuna og afleiðingar óvissulögmálsins í þeim þriðja. Ég vildi ekki hræða fólk með fyrsta þætti, en hann veitir þægilegan grundvöll fyrir ítarlegri skammtafræði síðar meir.