Ekki vera svona svartsýnn. Það getur vel verið að við finnum vísbendingar um aðra heima utan okkar eigin, ef þeir geta haft áhrif á hann. Ef, til dæmis, heimurinn okkar varð til fyrir tilstilli áreksturs M-himna (M-branes), eins og einhverjar strengjakenningar leggja til, er vel mögulegt að frekari árekstrar þeirra hafi leitt til misfella í dreifingu efnis í alheiminum. Einnig væri möguleiki fyrir okkur að staðfesta kenningar um hvernig búa má til tímarúm innan annars tímarúms með því að...