Var að lesa um orsakakenningu Aristótelesar fyrir einhverju síðan og rakst á það sem kallað er heimsfræðileg sönnun á tilvist Guðs og hljómar hún svona:

1.Allar skynjanlegar og hverfular verur eiga sér orsök.
2.Ekkert skynjanlegt og hverfult getur orsakað sig sjálft.
3. Orsakarunan getur ekki verið endalaus.
4. Það hlýtur því að vera einhver fyrsta orsök allra hluta.
(Heimspeki fyrir þig: 43)

Hvernig mynduð þið hrekja þessa “sönnun”?

Bætt við 25. maí 2009 - 18:37
Sé að það er kannski dálítið auðvelt að misskilja titilinn, en þetta er aðeins það sem trúaðir kalla þessa kenningu, ég er ekki að reyna að sanna tilvist guðs með þessum þræði(enda ekkert að sanna).
Tíminn er eins og þvagleki.