Jújú, þetta býr bara til fullt af peningum sem eru ekki til. Ísland var næstum skuldlaust fyrir lánsfjárkreppuna og Bandaríkin hafa, allt þar til öfgahægrimenn komust til valda fyrir um 30 árum, verið ákafir í að hafa litlar skuldir (og náðu oftast að greiða þær niður). Þetta er bara spurning um stefnu: er stjórnvöldum sama að vera skuldsett upp fyrir haus? Það þýðir að ríkið sé undir lánadrottnum sínum komið, eins og Bandaríkin eru Kínverjum.