Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Lífið er ekki kvikmynd (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Í óvissu reikar hugur minn, hissa á hörðum raunveruleikanum. Leitar af svörum, við öllum þessum gapandi sálarmeiðslum, sem fylgja fólki út um allt. Fólk virðist keppast við að særa sem flesta, til þess eins að vernda sig. Fólk er fullt af biturleika, og sorg sem fær ekki útrás. Það byrgir allt inni, en springur svo, þá blossar upp eldur, sem brennir svo marga sem voru bara á röngum stað á röngum tíma. Raunveruleikinn er beittur og sár, og ég kemst að því að LÍFIÐ ER EKKI KVIKMYND!

Ég er einmana sál (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég er einmana sál, týnd og gleymd í miskunnalausri veröld. Ég er barn, sokkið í djúp þunglyndis og vansælu. Ég er ástfangin kona, föst í óendanlegri hryggd, óendurgoldinnar ástar. Esmeralda/98

Gildra (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Sál mín föst í gildru er, vegna óvelkominnar ástar. Hún þýtur burt úr huga mínum á ógnarhraða, en smígur svo aftur laumulega inn, felur sig, stekkur á mig, og hrindir mér af palli sælunnar. Þar sem ég hafði lagt til að njóta útsýnisins, eftir dvöl mína í fangaklefa vonleysis. Undur og óöryggi ráða nú og kæfa gleði mína, og draga fram faldar hugsanir, fylltar með kvöl, yfir að þurfa að ganga í gegnum þetta enn á ný Esmeralda/98

FJÖTRAR (5 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ástfangin ung kona, situr ein að tilfinningum sínum, sár og sorgmædd. Hún er fjötruð… af ást. Sundurtætt og kramið hjarta, gefur frá sér skerandi sársaukaóp, þögult, svo enginn heyrir. Augun full af sársauka, en engin tár. Sálin útgrátin, en engin sér. Flókið, svo enginn skilur. HÚN ER EIN. Esmeralda/99

búin að vera (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Áslaus, draumlaus, vonlaus, ….búin að vera. Esmeralda/99

hmmm.... (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Einkennalaus, í rúmsjó hafsins. Óútreiknanleg, í misskilningi lífsins. Illa tormelt, í skrítnum strauminum. Óskiljanlegur orðaflaumur í bulli tímans. Esmeralda/99

Lífið (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Harðneskjulegt lífið, sker mig í hjartað. Sálin marin og aum, augun að bresta undan flóðgáttum biturleikans. Erfileikarnir herða tak sitt um hálsinn, hendurnar bundnar, vegna óttans, að ráða ekki við kringumstæðurnar. Ég er kefluð að vonleysinu, ….sem fylgir. Blinduð af myrkrinu. Esmeralda/99

Endalok (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ást mín til þín, út frá mér skín. Vonin um ást þína, er farin að dvína. Fullvissan um útlegð frá þér, situr nú föst í mér. Svo sit ég nú og hugsa um það eitt, hvað ég elska þig undurheitt. Núna þig ég kveð, með dána von í hjarta, um að þú kæmir mér með, og að við myndum eiga saman framtíð bjarta. Esmeralda/97

Ringulreið (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Myrkrið er um allt, allt í kringum mína sálu. Ég eygi ekki von, ekki von í sólarglætu. Hvar er þessi leið, já, þassi leið til bjartara lífs. Leiðin út úr þessarri klemmu, já, þessarri sálartremmu. Fjötruð í angist, angist sem á sér ekki tilgang. Ég er fangi, fangi minnar eigin vansælu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok