Sál mín föst í gildru er,
vegna óvelkominnar ástar.
Hún þýtur burt úr huga mínum á ógnarhraða,
en smígur svo aftur laumulega inn,
felur sig,
stekkur á mig,
og hrindir mér af palli sælunnar.
Þar sem ég hafði lagt til að njóta útsýnisins,
eftir dvöl mína í fangaklefa vonleysis.
Undur og óöryggi ráða nú
og kæfa gleði mína,
og draga fram faldar hugsanir,
fylltar með kvöl,
yfir að þurfa að ganga í gegnum þetta
enn á ný

Esmeralda/98