Í spurningu 16., eru þeir auðvitað að spyrja um orðið alltaf í almennu máli. Ég svaraði valmöguleika D. Mér finnst þú fjalla um prófið af fullmikilli þröngsýni og útúrsnúning. Þannig leysir maður ekki samræmt próf, því miður. Þú þarft alltaf að hugsa út fyrir efnið, sérstaklega í lesskilningnum, eða eins og það er kallað, að lesa á milli línanna. En auðvitað eru vafasamar spurningar, þetta eru samræmd próf sem við erum að tala um, ekki kaflapróf í líffræði.