The O.C. The O.C. er sjónvarpsþáttur sem sýndur er á SkjáEinum á mánudagskvöldum. Ég ætla að fjalla lauslega um aðalatriði þáttarins, persónur og fleira sem komið hefur upp á. Þessi grein á að vera fyrsta greinin af mörgum um þennan ágæta þátt. Ég vil endilega að þið notendur, sem horfið á The O.C., skrifið greinar og þræði um þættina, og hver veit nema við fáum sér korkahluta undir þáttinn. Ég bað um þann korkahluta um daginn, en stjórn hugi.is vilja ekki gera korkahluta um þáttinn þar sem þeir hafa ekki séð neinar umræður um hann - svo endilega, sýnið þeim að hér er fólk sem hefur áhuga á The O.C.

The O.C. fjallar að mestu leyti um tvær fjölskyldur. Fyrst af öllu um lögfræðinginn Sandy, eiginkonu hans Kirsten - sem er einnig lögfræðingur, son þeirra Seth og svo Ryan - sem þau tóku að sér og er miðpunktur þáttanna. Faðir Kirsten, Caleb, er hrokafullur lögfræðingur sem er ávallt með einhver leiðindi við Sandy - og tönnlast á því að eiga húsið sem Sandy og fjölskylda hans búa í. Seth er, að mínu mati, svalur. Hann bregst yfirleitt skondið við hlutunum - eins og t.d. þegar hann gengur inn í herbergi og eitthvað fólk er að tala saman. Hann spyr um hvað það sé að tala, og það svarar ‘Kemur þér ekki við..’ og hann svarar ‘Sanngjart’ eða á ensku ‘Fair enough’. Ryan er pörupiltur sem Cohen fjölskyldan tók að sér. Hann er reyndar allur að koma til núna. Hann lenti í vandræðum fyrst við fyrrvr. kærasta Marissu, ég kem að henni hér á eftir, og endaði það með að kærastinn (Luke) var skotinn í hendina af einhverjum sækó.

Hin fjölskyldan er reyndar í tveim hlutum eins og er. Þar erum við að tala um Jimmy, Julie og Marissu - og svo eina aðra stelpu sem ég man ómögulega hvað hét. Jimmy bíður núna réttarhalds vegna peninga sem hann rændi, heilum helling. Julie skildi við hann vegna þess og er núna með föður Kirsten, honum Caleb. Jimmy býr í íbúð núna, en áður átti hann heima í 700fermetra húsi, eins og allir hinir sem eru í þessum þáttum. Marissa býr hjá Jimmy og vill vart hitta móður sína - enda skiljanlega þar sem móðir hennar reyndi að senda hana á eitthvað hæli.

Marissa og Ryan byrjuðu eitthvað að vera saman, en það dó síðan - Luke hélt þá framhjá Marissu og nú eru Ryan og Marissa saman. Seth hefur verið hrifinn af Summer síðan í barnaskóla og loksins er Summer farin að líta við honum, en eina vandamálið er að Anna, góð vinkona Seth, er einnig hrifin af honum og hann veit ekkert hvað hann á að gera - enda ekki með mikla reynslu í þeim málum.

Sandy er nýbyrjaður að vinna hjá nýrri lögfræðistofu sem er að fara í mál gegn lögfræðistofunni sem Kirsten og Caleb vinna hjá. Samstarfsmaður Sandy heitir Rachel og vill augljóslega komast í buxurnar hjá gamla manninum.


Mér finnst veröldin þarna í Orange County kannski aðeins of fullkomin. Það eiga allir geðveikt mikla peninga, þrjá jeppa, 700 fermetra hús og nokkrar sundlaugar - og ekki gleyma snekkjunum. Þetta er samt ágætt sjónvarpsefni.

Ég segi þetta gott í bili, helstu atriðin eru komin fram - þó það sé hellingur eftir. Ég skora nú á ykkur hin að senda inn greinar um The O.C. - ég hef hafnað tveim greinum. Þær voru bara 3-5 línur.

Kveðja,
Hrannar Már.