Vá, ég hefði misst mig. Ég lenti einmitt í að tveir strákar á gelgjuskeiðinu sátust beint fyrir framan mig í bíóinu og voru með bögg. Þeir voru að henda poppi um allan salinn og svara auglýsingunum og öskra, það endaði með því að ég sparkaði svo fast í sætið hjá öðrum þeirra að hann hellti poppinu útum allt :'D Svo spurðu þeir hvort að þetta væri ekki Ice Age, sem það var ekki og þeir fóru út…Hálfvitar.