Dettur ekkert í hug nema bara já, Fear and Loathing. Svo að ég ætla að deila ofurharða draumnum sem mig dreymdi í nótt, hefði ekkert á móti því að upplifa eitthvað svona. Ég var stödd í sumarbústað með vinum og fólki sem ég kannaðist ekkert við. Þetta var um kvöld og allir voru uppteknir við sitt thing, þegar það er bankað á útidyrahurðina. Einhver ansaði og fyrir utan stóð hópur fölra, skikkjuklæddra manna. Einn þeirra var augljóslega leiðtoginn en hann var hávaxnari en hinir og snobbaður í...