Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Borgarstjórinn , Baugur, hræsni landans og plott

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Enn ein meta-greinin (grein um aðrar greinar). Við skulum gera okkur grein fyrir því að flestum hér er sama um persónuleg rifrildi okkar við hvert annað. Það er nógu pirrandi í svörunum. Óþarfi að skrifa heila grein um það.

Re: Tungumál

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Talaðu bara og stafsettu eins og þú vilt. Þetta eru þín orð og þannig þín að tjá á þann máta sem þér sýnist. Aftur á móti máttu búast við því að lesendur og áheyrendur annað hvort misskilji efnisinnihaldið eða hreinlega nenni ekki að lesa eða hlusta á mállýsku sem það er ekki vant að heyra og lesa. Athyglin vill nefnilega oft reika frá efninu ef maður er ekki vanur tungumálinu eða mállýskunni sem það er sett fram á. Reglur í tungumálinu eru nokkuð eins og laus staðall. Það er allt í lagi að...

Re: Barnaþrælkun – kemur mér ekki við !

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Gefur þetta í skyn að hann telji lágmarklaun og rétt á orlofi óþarfa?” Já. Það tel ég.

Re: Barnaþrælkun – kemur mér ekki við !

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þú ert bara að skella skuldinni á rangan aðila. Stærsta vandamál þessa fólks er kúgun af hendi ríkisstjórna. Þetta fólk er ekki frjálst, og það verður ekkert frjálsara við að Nike og Disney fari norður og niður. Það þarf enginn að bíða eftir sósíalískum byltingum í mörgum þessum löndum þar sem mikið af þessum svitasjoppum fyrirfinnast. Til dæmis á Indlandi, sem er eitt rammsósíalíska ríki í veröldinni. Og í kína sem er búið að vera að ganga í gegnum sósíalíska byltingu meira og minna...

Re: Barnaþrælkun – kemur mér ekki við !

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já þetta er rétt hjá þér ég sé það núna. Ástandið í þessum löndum er allt vestrænum fyrirtækjum að kenna. Áður en þessi fyrirtæki komu til sögunnar var að sjálfsögðu geigvænleg velmegun í þessum löndum og börnin léku sér berfætt við pandabirni áhyggjulaus, borðuðu þrjár máltíðir á dag, leystu krossgátur og hugsuðu um heimspeki og pólitík.

Re: Barnaþrælkun – kemur mér ekki við !

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Lyssia, gerðu þér grein fyrir muninum á barnaþrælkun og barnaatvinnu. Barnaþrælkun er slæmur hlutur, þar sem börn eru neydd til að vinna. Barnaatvinna er góður hlutur þar sem börn vinna til að lifa af. Að vinna er gott þegar þú deyrð úr hungri ef þú gerir það ekki. Vinna barna hefur átt sér stað í öllum löndum heims. Meira að segja í ríkustu löndum veraldar. Að börn vinni ekki í tilteknu landi er undantekning frekar en reglan, og það er tiltölulega nýleg hugmynd að börn eigi ekki að vinna. Á...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“En stjórnmál hljóta alltaf á endanum að miðast að því að skapa samfélag þar sem flestir lifa hamingjusömu lífi, þau gildi sem eru ríkjandi í kapítalismanum eru ekki til þess fallinn” Kapítalisminn miðar út frá því að auka almenna velmegun, að slá á stærsta vandamál hverrar þjóðar, sem er skortur á fjármagni. Það er síðan undir hverjum einstakling komið hvað það er sem gerir hann hamingjusaman. En fyrst þarf hann að vera frjáls til að eltast við það á eigin forsendum, og hafa nægilegt...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ég segi þetta vegna þess að einhvern tímann í ófyrirsjáanlegri framtíð verður mannkynið komið á það hátt tæknistig að öll vinna verður unnin af vélum (þ.e vélmennum.)” Og til þess að skapa vélmennin þarf verðmæti. Síðan skapa vélmennin værðmæti fyrir okkur vegna þess að við vorum svo klár að fjárfesta í vélmennum. Þú getur hugsað þér fyrirtæki nútímans sem lélega fyrstu útgáfu af þessum framleiðsluvélmennum. Ég er reyndar sammála þér að þetta sé óhjákvæmilegt. Það er bara hægt að tefja...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Þessi höfuðstóll getur vel verið í sameign.” Alveg rétt, og flest fyrirtæki eru einmitt sameign. En forsendan er að sá sem skapar verðmætin hafi réttindi til að ráðstafa þeim. Án þess réttar er vinna hans honum sjálfum minna virði eða verðlaus. Forsendan fyrir sameign sem þú nefnir er þá að höðuðstóllinn verði sameign með því að þeir sem leggja til verðmæti í höfuðstólinn eigi hlut í honum í beinu hlutfalli við verðmætin sem þeir lögðu til. Ef einhver kemur síðan og hrifsar allan...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Já, en þú sem fyrirtæki flakar engan fisk, það er annar verkamaður sem gerir það, og verðmætin Z eru sköpuð af öðrum verkamanni, dreifing, auglýsingar og allt annað sem fyrirtækið leggur til er bara form af vinnu.” Nákvæmlega! Fyrirtæki er ekkert annað en hópur af verkamönnum. En, og þetta er stórt en, hluti af verðmætum Z er höfðustóll sem er lagður til fyrirfram. Og hvaðan kemur þessi höfuðstóll? Ég skal gefa þér 3 tilraunir að giska. Auðvitað er sá höfuðstóll til kominn vegna þess að...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Þetta gengur ekki upp, vegna þess að það eina sem skapar verðmæti er vinna og ef verkamaðurinn fær andvirði vinnunar í sinn vasa eins og þú segir, þá græðir atvinnurekandinn ekki neitt.” Vá hvað þetta er erfitt. Atvinnurekandinn græðir víst mismuninn á andvirði vinnunnar (kostnaðarins) og andvirði söluverðsins. Verðmætin sem fyrirtækið bætir við vinnu verkamannsins er þessi sami mismunur. Þau verðmæti felast í því að það vinna fleiri hjá þessu fyrirtæki (verðmæti í formi stærðarhagræðingar)...

Re: Nauðgun

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Og plís, hlífðu mér við einhverjum frjálshyggjuvitringum frá BNA *gubb*” Plís, hlífðu mér við amerískuslettum í bland við íslenska þjóðhverfu. Og gerðu það hlífðu mér við “sjónarmiðum sem eru ríkjandi” og annarri lýðræðishelgislepju. Við byggjum ekki hlutlaus og réttlát lög á sjónarmiðum, sama hversu ríkjandi þau sjónarmið eru. Réttlæti er ekki afstætt hugtak sem breytist eftir sjónarmiði, því réttur hvers og eins er óhagganlegur og algjör þrátt fyrir sjónarmið eins eða annars.

Re: Nauðgun

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“ef það hefur farið fram hjá þér í þjóðmálaumræðu um réttarfarsmálefni að markmiðið með refsingum sé fyrirbygging afbrota, þá hlýturðu að vera nýkominn frá annarri plánetu” Það gildir einu hversu margir tala um það, það gerir það ekki að góðri hugmynd né réttmætu sjónarmiði. Fyrirbygging og endurhæfing eru vissulega réttmætt starf framkvæmdar- og dómsvaldsins, en megináhersla dómsvaldins á að vera framfylging réttlætis, á siðfræðilegum (ekki siðferðilegum) grunni. Góð grein um réttlæti,...

Re: Nauðgun

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Þetta er einfaldlega rangt hjá þér” Já ég sé það núna. Maður getur ekki andmælt svona gríðarlega sterkum mótrökum. Og þetta var þá líklega rangt hjá forngrikkjum sem fundu upp okkar réttar- og stjórnarfar. Hvað hefurðu fyrir þér í því að réttarfar á íslandi sé byggt á fyrirbyggingu og hefnd? Það má vera að fyrirbygging og hefnd tíðkist, en það eru ekki þættir sem lögin og dómsvaldið byggja á.

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“fyrst þú ert svona snjall, afsannaðu þá með stærðfræði svo óvefeingjalegt sé að Marx hafi rangt fyrir sér” Þú meinar að afsanna að hann hafi haft rétt fyrir sér, svo ég snúi enn út úr orðum þínum. ;-) Ég ætla ekki að glíma við það hér, hagfræðingar hafa haft 120 ár til að gera það. Það ætti ekki að þurfa að tíunda hvað maðurinn hafði rangt fyrir sér. Ég meina, hann kom með staðhæfingar eins og að þeir sem raunverulega vinna haldi engum verðmætum. Sem spilar inn í kenningar hans um “lifandi...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
"Á meðan ég man, prófaðu að taka prófið á http://www.politicalcompass.org/ og berum okkur saman, það gæti verið áhugavert,“ Ég skal segja það við þig strax að mér finnst þessi blessaði áttaviti meingallaður. Helst eru þá forsendur spurninganna ruglingslegar. Það er eitt að vera ósammála staðhæfingu og annað að hafna forsendum hennar. Mér finnst það einmitt vanta, að hægt sé að hafna forsendunni og það sé tekið með í reikninginn. Ég man ekki hvað ég fékk, en það var all neðarlega í hægra...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Hvernig á verkamaðurinn að selja vinnu sína beint? Til að vinna þarf framleiðslutæki, þau eru í eigu kapítalistans.” Nákvæmlega. Afnot af framleiðslutækjunum, m.ö.o. afnot af kapítal, eru einhvers virði. Annars væru framleiðslutækin ókeypis. Verðmæti afurða vinnunar er samanlagt verðmæti vinnunnar og afnotanna af framleiðslutækjunum. Ef verkamaðurinn á sín eigin framleiðslutæki getur hann eignað sér öll verðmætin án þess að þurfa að eiga viðkskipti við fyrirtæki. Verkamaðurinn þiggur laun...

Re: Nauðgun

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Réttlæti hefur ekkert með testamenti né trú að gera. Hugtakið um hegningar er byggt utan um hugtakið um réttlæti. Réttlæti er einmitt þetta: að ef hver og einn maður er frjáls og jafn öðrum, þá taki hver og einn ábyrgð á eigin gjörðum. Það er óréttlæti að aðrir taki ábyrgð á þínum gjörðum. Réttlæti er forsenda þess að réttindi séu virt. Réttindabrot kallar á hegningu, ekki vegna þess að við viljum það heldur vegna þess að réttindabrjóturinn kallar það yfir sig ef sá hinn sami er rökhugsandi...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“það er ekki hægt að sanna þær hagfræðikenningar sem við erum að tala um með stærðfræði, hvort sameign á framleiðslutækjum eða einkaeign sé betri” Hagfræðin skiptir sér ekki af því hvað er betra og ekki betra. Gott, betra og best eru afstæð hugtök huglæg hverjum og einum og háð aðstæðum. Við getum notað okkur hagfræðina til að skilja betur hvað er hagkvæmast undir hverjum kringumstæðum fyrir sig, en hagfræðin getur ekki í sjálfu sér sagt okkur hvað sé gott eða betra, ekki frekar en að...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ef að verkamaður framleiddi ekki fyrir meira en hann fær greitt fyrir þá yrði engin gróði af vinnunni fyrir atvinnurekandann” Jú atvinnurekandinn bætir verðmætum við vinnuna. Ef engum verðmætum væri bætt við af atvinnurekandanum þá gæri verkamaðurinn sleppt því að selja honum vinnu sína og grætt á tá og fingri á því að selja viðskiptavinum fyrirtækisins vinnu sína beint. “Í viðskiptum kemur ein vara í skiptum fyrir aðra á jöfnu verði, 25 króna virði af appelsínum fyrir 25 krónur” Og 100...

Re: Nauðgun

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Fíkniefnabrotum; Ofbeldisbrotum; Kynferðis brotum;” Talandi um að bera saman epli og appelsínur. Hver er þolandinn þegar um fíkniefnabrot er að ræða? Hvaða réttindi og hvers eru brotin? “En til hvers? Hvað er unnið með því?” Réttlæti. Að lifa við þá forsendu að maðurinn sé frjáls og að allir menn séu jafnir í rétti sínum til frelsis krefst þess að við afgreiðum réttindabrjóta með miskunnarlausu réttlæti. En það felur einnig í sér að við refsum ekki þeim sem ekki eru réttindabrjótar. Við...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Auk þess er ekki hægt að sanna eða afsanna hagfræðikenningar” Það er víst hægt. Það er gert með stærðfræði. Hér er t.d. sönnun á einni slíkri kenningu: http://post.economics.harvard.edu/hier/199 9papers/HIER1881.pdf Hver einasta stærðfræðileg sönnun á stærðfræðilíkönum sem byggja upp nútímahagfræðina ýtir stoðum undir þá hagfræði sem heild. Ég skora á þig að benda á eitt einasta eintak af stærðfræðilegri sönnun sem ýtir stoðum undir kenningar Marx. Ef þú getur það, þá langar mig að leggja...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Verkamennirnir fá jú að sjálfsögðu greitt, annars væru þeir ekki að þessu, en það segir sig sjálft að verkamaður hlýtur að framleiða meiri verðmæti en hann fær greitt fyrir” Það segir sig alls ekki sjálft. Það er þversögn. Greiðslan fyrir vinnuna mælir nákvæmlega verðmætin sem vinnan er virði. Ef hún væri meira virði væri einhver tilbúinn að greiða meira fyrir hana. Ef hún væri minna virði væri enginn tilbúinn að greiða meira en það. Verkamaður sem fær greitt fyrir sína vinnu á ekkert...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“hverjir eru það sem skapa verðmætin í fyrirtækjum nútímans? Það eru verkamennirnir, því engin verðmæti skapast án vinnu. Hverjir eru það sem eigna sér gróðann? Það eru kapítalistarnir, og það er það sem ég er á móti. Einn tapar þegar verðmæti hans eru gefin öðrum með frekju og yfirgangi.” Það er stór gloppa í þessum þræði hjá þér. Verkamennirnir fá greitt fyrir sína vinnu. Það er ekkert gefið né tekið með frekju, heldur keypt og selt. Vinna er afurð sem fyrirtæki kaupa. Mér finnst þú líka...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“og þó svo að þú sért ósammála flestu ef ekki öllu sem Marx hafði fram að færa breytir það ekki þeirri staðreynd að hann var vísindamaður” Vísindi snúast ekki um að vera sammála og ósammála. Þau snúast um að sanna og afsanna. Út frá vísindunum eru sannindi ekki afstæð heldur algjör. Hagfræðin afsannar flest ef ekki allt af þeim kenningum sem Marx hafði fram að færa. Og það sem hagfræðin fæst ekki við eigum við félagssálfræðina til að halla okkur að. Það er ekkert heilagt við kenningar Marx,...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok