Barnaþrælkun – kemur mér ekki við !
Vitið þið hvaðan fötin okkar koma ?
Hvaðan maturinn sem þið borðið kemur ?
Hvaðan kaffið ykkar kemur ?
Hvaðan súkkulaðið ykkar kemur ?
Hvaðan leikföngin ykkar koma ?

Margt af þessu er framleitt eða safnað saman af börnum allt niður í 4 ára. Svo næst þegar þú kaupir þér gallabuxur eða súkkulaðistykki, hugsaðu í smá stund um öll börnin sem þræla alla sína ævi til að gleðja þig.

———————————————– ————————–
Nokkrar staðreyndir um barnaþrælkun :

Í dag eru 250 milljónir barna á aldrinum 4-14 ára sem er í barnaþrælkun

Ein af afleyðingum barnaþrælkunar er það að börnin komast ekki í skóla.
145 milljónir barna á aldrinum 6-11 ára eru ekki í skóla.
283 milljónir barna á aldrinum 12-17 ára eru ekki í skóla

Barnaþrælkun er almennt flokkað í marga flokka og verstu tegundir barnaþrælkunar eru samkvæmt þessum flokkum :
(a) Þrældómur þar sem börnin eru neydd í vinnu, seld eða stolin, bundin og læst inni.
(b) Vændi og klám
© Glæpastarfsemi, þar sem börn eru notuð til að stela eða selja eiturlyf eða í öðrum glæpsamlegum tilgangi.
(d) Vinna sem er í eðli sínu hættuleg eða er unnin á þann hátt að hún er hættuleg heilsu og öryggi barnsins.

Um 60 milljónir bara eru talin vera í verstu tegund barnaþrælkunar.

———————————— ————————————-
Flest fólk vill ekki hugsa um barnaþrælkun, segir að það sé ekki lengur til eða að það sé ekki þeirra vandamál.
Raunin er hinsvegar sú að barnaþrælkun er enn við líði og á margan hátt er hún verri en hún var fyrir 100 árum.
Í dag eru 250 milljónir barna á aldrinum 4-14 ára sem er í barnaþrælkun
Sum af stærstu barnaþrælkunardæmunum er nokkuð sem snertir okkur öll.


Súkkulaði !

Meira en 43% af öllum kakóbaunum í heiminum koma frá Fílabeinsströndinni í Afríku og meirihluti vinnuafls í kakaóbaunatínslu eru barnaþrælar. Það eru meira að segja sérstakir “dílerar” sem ferðast til að finna börn til að setja í vinnu. Oft eru þau plötuð til að koma með loforðum um góð laun en um leið og á leiðarenda er komið þá eru þau ekkert meira en þrælar sem púla myrkranna á milli, fá lítið sem ekkert að borða og oft engin laun. Ef þau reyna að sleppa þá eru þau barin með keðjum og stundum drepin.


Nike !

Einhverja hluta vegna þá fannst stjórnendum Nike það vera snilldarhugmynd að loka flestu verksmiðjunum í USA og flytja þær til Asíu þar sem þeir gætu nýtt sér fátæktina og skort á reglugerðum um laun eða lágmarksaldur til þess að græða enn meira á vörunum sínum. Þeir gefa skít í öll mannréttindi, því þeir eru komnir út fyrir veggi USA og þykjast þá ekki hafa neitt um þetta að segja.
Starfsmenn Nike eru margir hverjir börn og þeir eru píndir í að vinna langan vinnudag og fá ekki nægar tekjur til að lifa. Í verksmiðju í El Salvador eru starfsmenn barðir reglulega, fá ekki að fara á klósetið og er hótað að vera sagt upp ef þeir ganga í einhverskonar stéttarfélög.

Alvaran í þessu er sú að Nike og önnur fyrirtæki í sömu sporum, geta alveg gert betur, en þau vilja það ekki, því þau vilja halda kostnaðinum sem lægstum til að geta grætt sem mest sjálfir, sama hvað það kostar aðra.
Nike er t.d með yfir 4 billjónir $ í gróða á ári, og launin til starfsfólks verksmiðjanna eru innan við 3% af söluverði vörunnar. Þegar lágmarkslaun í Indónesíu voru hækkuð úr 1$ upp í 1,25$ mótmælti Nike og neitaði að borga.
Staðreyndin er samt sú að Nike gæti þrefaldað laun allra þessara starfsmanna sinna og gert þeim þannig mun auðveldara fyrir að lifa, en samt verið með billjónir í gróða.
Lár launakostnaður skilar sér sko sannarlega ekki til neytandans, það er bara fyrirtækið og eigendur þess sem græða. Gott dæmi um það er að Reebok eru á móti hverskyns vinnubúðum og barnaþrælkun og leggja mikla áherslu á að nota ekki þannig vinnuafl í sínar vörur, en ef við gerum verðsamanburð þá sjáum við að Reebok er yfirleitt ódýrara en Nike. Málið er nefnilega það að þessi misnotkun er eingöngu til þess gerð að fæar nokkrar billjónir í vasa eigendanna. Allt annað er bara léleg afsökun.


Disney.

Í verksmiðju í Dhaka eru framleiddar Disney vörur. Þar starfa aðalega ungar konur allt niður í 10 ára. Þær fá borgað 5 cent fyrir hvern bol sem þær sauma, en hann er svo seldur á 17.89$ í Disney World. Þeim er misþyrmt og píndar til að vinna 15 tíma á dag, 7 daga vikunnar.

—————————————— ——————————-


Það eru alltaf til raddir sem reyna að afsaka svona hluti.
Börnin væru verr sett ef þau hefðu enga vinnu, þau vinna bara vegna þess að þau vilja það, barnaþrælkun er hluti af fátækt og er ekki hægt að stoppa.
Allt er þetta rangt. Barnaþrælkun er eingöngu stundum af gráðugum aðilum sem er alveg sama um börnin og fjölskyldur þeirra og gera þetta til að græða sem mestan pening. Það er auðveldara að stjórna börnum og það er auðveldara að komast upp með að borga þeim lág laun. Oft á tíðum neita verksmiðjur eða plantekrueigendur að ráða fullorðið fólk, með þeim afleiðingum að þeir fullorðnu eru atvinnulausir og verða að reiða á börnin til að vinna.

"The owners and the management [carpet industry of Kashimir] refused to give me a job. They openly say that the young children suit them better. Low wages are the chief reason. To cap that children are not the ones who would grumble against the bad working conditions or organize a protest rally."
Bashir Batt

Það er vel vitað að það er vel hægt að breyta þessu, að gefa fullorðnum störfin, með mannsæmandi launum svo þeir geti séð fyrir fjölskyldunni og gefið börnunum tækifæri til að mennta sig og komast þannig upp úr fátæktinni.

Barnaþrælkun er eitthvað sem auðveldlega má komast af án því hún er eingöngu til komin vegna hömlulausrar græðgi viðskiptajöfra. Þeir kjósa að nota börn frekar en annað vinnuafl vegna þess að þannig geta þeir grætt meiri pening sjálfir. Þeim er alveg sama um aðstæður barnanna og beita oftar en ekki hræðilegu ofbeldi eða loka börnin inni við vinnu sína. Börnin þurfa líka oft að vinna hættulega vinnu og deyja mörg hver eða slasast alvarlega.
Samfélagið sem við búum í er allt of upptekið af eignum og veraldlegum gæðum. Við verðum að átta okkur á að manneskjur hafa réttindi og að það á að koma sanngjarnt fram við fólk. Enginn ætti að vera neyddur eða drifinn í svona sjúklegar aðstæður.

Þetta sem ég hef sagt frá hér er bara dropi í hafið,
þeir sem vilja lesa meira um þetta geta skoðað eftirfarandi slóðir :

http://www.freethechildren.org/
http://www.behind thelabel.org/
http://www.sweatshopwatch.org/
http://w ww.cleanclothes.org/
http://www.globalmarch.org/worstf ormsreport/index.html
http://www.senser.com/cl.htm
ht tp://www.sinc.sunysb.edu/Clubs/nypirg/sweatshop.html
h ttp://www.msjc.net/sweatshops.htm
http://www.aft.org/i nternational/child/
http://www.childlabournews.info/
http://www.american.edu/TED/nike.htm