Notað er spjald með bókstöfum sem stundum hefur einnig önnur tákn svo sem tölustafi og orð eins og ‘já’, ‘nei’ og ‘bless’. Á þetta spjald er settur einhver hlutur, til að mynda glas, sem notaður er til að benda á tiltekin tákn. Þátttakendur tylla fingri á þennan bendil og spyrja spurninga. Hér á Íslandi hefur skapast sú hefð að hefja leikinn með spurningunni: „Er andi í glasinu?“ Ef spurt er nógu oft tekur bendillinn oft að hreyfast, að því er virðist að sjálfu sér, og stafar svör við...