Afhverju elskar heimurinn Harry Potter? Afhverju elskar heimurinn Harry Potter?

Þetta er spurning sem ég hef lengi velt fyrir mér og sjálf sagt fleiri. Afhverju í ósköpunum er allt morandi í Harry Potter-fanum? Þegar HP-mynd kemur út: allt brjálað!
Þegar HP-bók kemur út: allt ennþá brjálaðra, t.d. held ég að heimur margra hafi brotnað þegar sú seinasta kom út.
Ég var sjálfur mikill Harry Potter fan en er það eiginlega ekki lengur þótt að mér finnist alltaf gaman að kíkja á myndirnar og svoleiðis.
Nú skulum við aðeins setjast niður og sökkva okkur í viðfangsefnið og skoða málið frá öllum hliðum: Hvernig tókst J. K. Rowling að fá heila kynslóð til að lesa á ný eins og sumir orða það.
Ef ég fer nú aðeins upp í bókaskáp og lýt yfir Harry Potter-safnið mitt (allar sjö bækurnar). Ég sé fyrstu bókina, hún er frekar þunn. Ég lýt á aðra bókina, frekar þunn líka. Sú fjórða, núna fer þetta að verða fjandi þykkt. Sú fimmta, holy crap! Hvernig nennti ég að lesa þennann hnullng? Og svo framvegis….
Við sjáum að á fyrstu bókinni var Rowling kannski ekki að gera sér of miklar vonir vegna hversu þunn hún var. Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær Harry Potter varð ofsa-vinsælt og hvað bókaflokkurinn var kominn langt þá en við sjáum það að þegar HP er orðið ofsa-vinsælt og allir hafa skoðun á því fara hjólin að snúast. T.d. á fjórðu bókinni skildi Rowling sennilega hversu vinsælt þetta var orðið og svo mikið af fólki lifði sig inn í þetta og hún vissi að hversu löng eða stutt bókin var: allir myndu elska hana.
En það útskýrir ekki hvers vegna HP er svona vinsælt. Eru það persónurnar sem gera bækurnar vinsælar? Er það spenningurinn? Er það söguþráðurinn og galdrarnir sem við vildum óska að við gætum notað í okkar daglega lífi? Er það eitthvað annað?
Sennilega er það allt þetta. Mér finnst persónurnar alveg óborganlegar og þar Weasly-fjölskyldan í fararbroddi. Mér finnst líka gaman hvað Rownling tekst að lýsa tilfinningalífi aðalpersónunnar vel.
Bækurnar halda manni límdum við sig og ég man oft að þegar ég var extreme HP fan að ég las þær fram á rauða nótt þótt að það væri próf næsta dag og ég bara veit ekki hvað.
Við getum öll verið sammála um það að söguþráðurinn er með þeim flóknustu sem getið er um og þar sannast hversu frábær rithöfundur Rowling er. Meira en 2.500 persónur hafa komið fram í bókunum (las ég einhver staðar) og ég skil ekki hvernig henni tekst að finna öll þessi skrýtnu og sjaldgæfu nöfn (þ.e.a.s. ef þau eru ekki skálduð).
Svo eru það galdrarnir, eitthvað sem við vildum að við gætum notað dagsdaglega og ég hef séð fullt af litlum krökkum taka spítu og segja “Expelliarmus” og fleira í þeim dúr.
Samt verðum við að taka tillit til þess að það fíla ekki allir Harry Potter og sumir einfaldlega ekki þola hann ekki.

Niðurstöður:
Rowling bjóst ekki við heimsvinsældum í byrjun.
Persónurnar eru snilldarlega gerðar og henni tekst að lýsa tilfinningalífi þeirra gríðarlega vel (þó aðallega Harrys auðvitað).
Bækurnar og myndirnar (þó aðallega bækurnar) halda manni spenntum frá upphafi til enda sama hversu langdregin bókin er.
Söguþráðurinn er fólkinn og margsnúinn en helst þó í aðalatriðum saman í gengum bækurnar.
Bækurnar geta verið mjög langdregnar og Rowling getur fjallað óeðlilega mikið og smávægilega hluti.
Galdrarnir heilla alla upp úr skónum og gefa sögunum mjög fantasíulegann brag.
Þótt að 95% þeirra sem vita hvað Harry Potter er elska það eru 5% sem hata það út af lífinu.

Takk fyrir mig og vonandi hafið þið notið þessarar stuttu lesningar. Endilega komið með tips og comment.

kv.
uPhone
Það er nefnilega það.