Moon Called Ég ætla að vera gegj dugleg og senda inn grein :D Veit ekki hvað hefur hlaupið í mig, þetta hlýtur að vera sumarfríið! Ekki sérlega löng, en hey! þetta er grein ;)


Moon Called er fantasíubók eftir höfundinn Patricia Briggs. Bókin flokkast sem fyrsta bókin í seríunni um Mercedes Thompson en eru í sjálfu sér sjálfstæðar.

Bókin fjallar um Mercedes Thompson eða Mercy eins og hún er kölluð og býr í Tri-Cities í Washington. Yfirborð heimsins er rétt eins og hann er hjá okkur í dag, en það er mikið um yfirnáttúrulega hluti sem hin venjulega manneskja veit ekki af.

Að fyrstu virðist Mercy vera eins og hver önnur manneskja. Hún er ósköp venjulegur vélvirki sem býr í hjólhýsi og á lítinn sætan kött. Það vill hinsvegar svo til að í gegnum erfðir hennar frá Blackfoot indíánunum er hún gædd óvenjulegum hæfileikum. Hún getur breytt sér í sléttuúlf, þetta er sjaldgæfur hæfileiki og flestir af hennar kyni voru drepnir mörgum öldum áður og hún hefur aldrei hitt neinn sem er eins og hún.

Út af þessum hæfileikum sendi móðir hennar hana unga að aldri til manns sem var allt annað en venjulegur. Maðurinn hét Bran Cornick og var varúlfur og var leiðtoginn eða Alpa í sínum flokki. Mercy var semsagt uppalin af varúlfum og veit allt um tilveru þeirra í heiminum, sem fæstir vita nema þeir sem eru varúlfar sjálfir.

Þema þessarar bókar eru eiginlega varúlfar þar sem Mercy flækist inn í mál annars varúlfar leiðtoga að nafni Adam sem býr við hliðin á henni.

Næsta bók í seríunni heitir Blood Bound og inniheldur alla sömu karaktera og úr fyrri en allt annað mál. Þar er farið meira inn á vampírur sem búa einmitt líka í þessum heimi.

Iron Kissed er sú þriðja og þemað í henni eru án efa álfar eða fae eða fay eins og þeir eru kallaðir.

Fjórða bókin heitir Bone Crossed og er von á henni á næsta ári.

Mér líkar mjög vel við þessar bækur og finnst mér höfundinum takast að skapa sannfærandi heim þar sem okkar daglega líf mætir hinu yfirnáttúrulega. Karaktersköpunin er frábær og söguþráður góður. Þetta eru frekar miklar hasarbækur, mikið að gerast en það er svolítil rómantík þarna líka, akkúrat í réttu hlutfalli að mínu mati. Mæli eindregið með þessum bókum! Þær má nálgast í Nexus og Borgarbókarsafni Reykjarvíkur.
kveðja Ameza