Ég er að reyna taka mig á varðandi mataræðið og þar sem ég fann ekkert á netinu um það að borða hollan og næringarríkan mat án þess að markmiðið sé að léttast ákvað ég að spyrja ykkur hér.
Ég er 176 cm og er alltaf í kringum 46 kílóin þótt ég léttist og þyngist um svona eitt tvö kíló, s.s. alltaf að flakka með þyngdina.
Ég er með nánast alla mögulega skorti t.d járnskort og fl. og þetta er virkilega farið að hafa áhrif á mig.

Ég á erfitt með að borða án þess að mér verði óglatt og ég hef enga löngun til þess, þótt ég verði svöng þá er ég hætt að taka eftir því, það truflar mig ekki neitt fyrir utan garnagaulið. Svo ég borða vanalega einu sinni á dag ef einhver þrýstir á mig með það, annars sleppi ég því og borða þá annan hvern dag. Í þetta eina skipti sem ég borða þá er það oftast tvö brauð með osti( engu smjöri) eða jógúrt og brauð.

En ég vil taka mig á, ég geri mér grein fyrir því að þetta er alls ekki gott fyrir mig. Ég vil stoppa þessi yfirlið sem geta komið hvenar sem er og þennann endalausa svima sem ég er samt nokkurnvegin búin að venjast.

Eruð þið með einhverjar hugmyndir að matseðli eða einhverju plani sem ég get fylgt til þess að venja mig á það að borða reglulega og taka eftir hungrinu? Ég er byrjuð að bæta aðeins við það sem ég borða og ég skipti þessari einu máltíð niður í tvær og bætti við jógúrti :)
“Ég vil að þú hlýðir mér. Ef að þú hlýðir mér ekki… þá máttu ekki leika við mig!!”