Comeback 2 the Gym.

Var að kaupa mér kort eftir svona 18 mánuða pásu i ræktinni.

langar að sjá hvað fólki finnst og hvort það hafi einhverjar hugmyndir um hvað mætti betur fara í rútínuni minni.

Ætla ekkert að hika við hlutina i þetta sinn og er buinn að kaupa fullt af fæðubótarefnum sem eiga eftir að hjálpa mér að ná draumamarkmiðinu. það sem ég er búinn að kaupa nuna: Cell Tech, Nitro-Tech, Matrix Gainer, Jack3d, No-Xplode, Pure creatine, Hydroxycut og glútamín.

markmiðið er að ná 100 kg í bekkpressu á 100 dögum næ núna sca 80kg-85kg.

er um 92 kg í þyngd og 182 cm . er nuna buinn að ná einni perfekt gym viku.

Fyrir gymmið geri ég svona shake sem inniheldur: cell-tech 1 skeið+ 2skeiðar jack3d + 1skeið noxplode+ 1 teskeið creatine. mixa þessu saman . stundum i 2 blöndum svona 40 min fyrir gym til þess að fá gott pump i gymminu.

Eftir gymmið fæ ég mér 2 skeiðar gainer + 1 skeið nitro tech+ 1 skeið glútamín+ 2 hrá egg+ 400 ml mjólk . allt sett i blandarann


smá pæling ef ég myndi fá mér stera . t.d fyrir sund og svoleiðis því ég hef heyrt að vöðvarnir blásast upp þegar maður tekur stera , ef ég myndi t.d fá mér stera svona klukkutima fyrir sund væru þá vöðvarnir búnir að blásast upp ? og hversu langan tima tekur það fyrir vöðvana að blásast aftur niður ??? er þetta ekki bara loft og blóð sem kemur i vöðvana i ákveðin tíma.

allavegna.

ég reyni að lyfta 4 sinnum i viku og tek þá

Day1.mánudagur. bekkpressa(3), Dýfur (4) , bekkpressa með ahndlóðum (4) og bekkpressa þröngt grip (3)

Day2. miðvikudagur. Upphýfingar(3), Bicep curls (6), concentration curls (5) , róður í vél (3)

Day3. Fimmtudagur. Magi (8x100), tek síðan flest magatækin svona 3 sett i hverju.

Day4. Fimmtudagur: Bekkpressa (3) Trappar(3) skábekur(4) tricep pulldowns (5)


þetta er semsagt prógrammið sem ég er að æfa eftir nuna.

Markmiðið er líka að fá sixpakk þannig ég hef einn dag bara fyrir magan ,

en hvað finnst ykkur um þetta prógramm ?? þarf náttúrlega að breyta því eitthvað eftir svona 2-3 vikur því þá er líkaminn búinn að venjast þessu prógrammi .Væri fínt að fá smá hugmyndir.

Kveðja.