Ég byrjaði að fara reglulega í ræktina í Mars á þessu ári og borða hollt og blablabla. En ég sé ENGAN mun, ég léttist ekki neitt, byrjaði 75 kíló og er svona 82 núna. Mig langar að gráta því allar stelpur í kringum mig ná árangri með því að sleppa að borða brauð. Ég borða bara óhollt á laugardögum, borða á 2-3 tíma fresti, drekk mikið af vatni og var svo að byrja á herbalife fyrir stuttu því ég hélt að það myndi hjálpa eitthvað, en ég finn ENGAN mun á mér. Ég skil ekki hvað er í gangi. Búin að fara til læknis til að athuga með skjaldkirtilinn en ég er bara eins hraust og hægt er að vera. Getur EINHVER hjálpað mér með þetta og kannski sagt mér hvað ég gæti verið að gera vitlaust :/.
Er alls ekki að lyfta eitthvað bilað mikið svo þyngdin er ekki útaf vöðvum, en ég er að lyfta og brenna svo það ætti EITTHVAÐ að vera að gerast hjá mér en það er ekkert að gerast. Er að leggjast í þunglyndi og langar stundum að æla matnum bara til að grennast. Er komin með ógeð af því að vera feit og of þung. Var í fjarþjálfun en það var bara ekkkert að gerast, var í 3 mánuði hjá þjálfaranum og ég missti bara svona 4 cm og bætti við cm á sumum stöðum.
Plís er einhver hérna sem ég gæti talað við? einhver sem getur hjálpað mér :/?