Sælir kraftjötnar.

Ég keypti mér dollu af noxplode um daginn þrátt fyrir töluverðann skepsísma gagnvart öllum svona efnum. En ég verð þó að viðurkenna að ég held að þetta efni sé að gera góða hluti fyrir mig sem eru ekki bara placebo.
Ég er töluvert fókusaðri, þó skortur á fókus sé ekki vandamál, fæ meira pömp sem er náttúrulega bara skemmtilegt þó það sé ekkert gagnlegt, og finnst eins og ég geti ýtt út fleiri reps að jafnaði. Ég hef ekki lennt í neinum aukaverkunum hingað til en ég hef alltaf haft gott þol á flest efni.

Hafa einhverjir aðrir hér notað þetta efni? Ef svo, einhverjar aukaverkanir? Gerði þetta eitthvað fyrir þig?

Væri gaman að heyra frá öðrum sem hafa notað þetta.