Ég á það til að vera flökurt eftir hvert skipti eftir að ég lyfti og það er virkinlega byrjað að hafa áhrif á æfingarnar þar sem ég get stundum ekki klárað æfinguna. Ég hef verið að lesa mér til um að hvernig á að koma í veg fyrir þetta og ég hef prufað margt, eins og að reyna að anda rétt meðan ég lyfti og anda djúpt eftir hvert sett. Einnig að éta réttan mat fyrir æfingu en þetta er ekki að batna. Nú einfaldlega kvíði ég fyrir hverri æfingu því ég veit hversu ömurlega mér mun líða eftir hana…
Hefur einhver farið í gegnum þetta og veit hvernig er hægt að laga/minnka þetta?

Takk