Það er enginn að fara að hlægja að þér, óþarfi að vera hræddur við annað fólk í ræktinni. Þú þarft bara að muna að allir byrja einhversstaðar og þeir sem eru miklu sterkari en þú voru eflaust í sömu eða svipuðum sporum og þú þegar þeir byrjuðu. Ef einhver fer að hlægja að þér þá gera þeir það ekki fyrir framan þig og líklegast myndu þeir hlægja út af lélegu formi eða afþví þú ert að taka meiri þyngdir en þú ræður við. Skoðaðu bara form æfinga á netinu og æfðu þig að gera allar æfingar rétt og skildu síðan egóið við dyrnar og taktu þyngdir sem þú ræður við, ekki þyngdir sem þú vildir að þú gætir tekið.
my two cents