Núna í sumar þarf ég alltaf að vakna fyrir 7 og vera mættur í vinnu 7.30 og vinn til c.a. 16 en þarf svo að bíða til klukkan c.a. 19.30 eftir því að félagi minn hættir í vinnunni svo við getum farið saman í ræktina. En þegar maður er búinn að bíða í 3-4 tíma þá missir maður alla orku og ég er vanalega við það að sofna á þessum tíma.

Var því að velta fyrir mér hvað maður gæti fengið sér til að fá orku fyrir æfingarnar? Ég hef prófað Nuclear Garbage og það var ágætt svosem, fannst það ekkert sérstakt samt. Er eitthvað annað sem þið mælið með?

P.S. ég drekk ekki kaffi.
…djók