Ég er búinn að nota leitarfídusinn, og ég fann ýmsar upplýsingar, en allt virðist vera frekar mismunandi.

Ég er búinn að lyfta í nokkurn tíma án þess að nota prótein eða creatine, en hef notað protein áður með árangri. Ég sé fram á það að eiga smá pening og var að spá í að fjárfesta í kreatíni.

Ég vildi heyra hvernig það væri best að taka þetta? Það eru víst einhverjir fasar? Loading / maintenance, þar sem maður tekur slatta meðan maður loadar og heldur svo bara við?

Ég bý í DK og ég var að spá í að fjárfesta í þessu: http://shop.getbig.dk/index.php?main_page=product_info&products_id=498 (Vona að þið skiljið þetta svona nokkurn veginn).

En ég hef séð skammta á milli 20 og 30 grömm, og þetta eru pillur á 1 gramm stykkið. Ég las einnig einhverstaðar að þetta væri verst að taka.

Er eitthvað varið í pillur? Á ég að reyna að fjárfesta í púðri í staðinn? Hve mikið tek ég, og á ég að kaupa þrúgusykur með þessu til þess að bæta inntökuna eða eitthvað slíkt?

Þakka fyrirfram fyrir alla aðstoð.