Sælir strákar..
Ætla að skrifa niður svona sirka hvað ég borða yfir daginn..

Skiptist niður í hvort ég sé að æfa þennan dag eða ekki..
Held ég sé ekki að borða rétt preworkout..jafnvel post workout..En hef ekki mikið val .. Fer í rækt beint eftir skóla og get ekki eytt miklum pening eftir skóla í mat.

En tilgangurinn með þessum pósti er að spyrja ykkur hvort ég sé að borða nóg og rétt .. Hversu margar kaloríur er ég sirka að fá hvern dag? Er að reyna að bulka..
Er 183cm og 71Kg..Var 61Kg fyrir svona hálfu ári þannig eftir að ég tók á matarræðinu hef ég allavegana þyngst , þannig eithvað er ég að gera rétt.
Og já ég lyfti 3x í viku..tek þung sett..full body ..


En þetta er svona sirka hvað ég borða á á dögum sem ég æfi:

07:30 - 2 skálar af coco puffs - lítil skyr - lýsi,omega3,vítamín.

09:30 - Hafragrautur sem ég fæ í skólanum , ekki mikill - lítil skyrdós.

12:00 - 12" subway/pizza/langloka+skyr … Er svona það algengasta sem ég fæ mér í hádeginu .. Drekk kók með.
Borða mig alltaf mjög saddan hér.

15:00 - (post workout) Lítil skyr..Reyni að fá mér banana líka.

-æfing- kannski frá hálf 4-5.

17:00 - Ætla byrja að henda í mig gainer eftir æfingar..
Ef ég tek ekki gainer tek ég litla skyr og svo brauð+skyr þegar ég kem heim.

19:00/20:00 - Kvöldmatur..Háma í mig það sem mamma býr til.
Oftar en ekki er það kjúklingur , kjöt , spagetti og hakk , pasta og kjúklingur og fleira goodshit. Borða mig pakksaddan hér.

22:00 - 2 skálar af cocopuufs / 2 brauðsneiðar með kalkúnaáleggi - lítil skyrdolla.

Reyni svo að vera kominn í rúmmið fyrir kl 11. Ef ég geri það ekki þá tek ég aðra litla máltíð kl 12.

Og já eini munurinn á dögunum sem ég lyfti og lyfti ekki er að þá borða ég um svona næst kl 15:20 eða ehv eftir 12:00 máltíðina mína..og þa´reyni ég að stuffa bara brauði , núðlusúpu , skyri eða eitthverju ofaní mig.
Ætla samt að reyna að byrja að búa mér til kjúkling/nautakjöt á þessum dögum,þetta eru 2 dagar vikunnar.

Svo um helgar reyni e´g að borða nóg en ég hugsa þá mun mina útí þetta , þá líka fer þetta oft í smá rugl ef maður var er að skemmt asér um kvöldin og svona..Ættu allir að kannast við það..

En já góð svör væru vel þegin..
Ég veit að ég gæti verið að borða betur en er þetta ekki samt fínt þar sem ég er að reyna að bulka og þyngja mig?
Hversu margar kaloríur haldiðið að ég sé sirka að fá?