Fékk prógram í hendurnar..
Það voru allt 12 reps mest en ég vil taka færri .. Þannig ég breytti reps í 8 í flestum æfingum.
Veit samt ekki hvort það sé heimskulegt að taka 8 reps í sumum af þessum æfingum þannig það væri vel þegið ef menn myndu kannski benda mér á æfingar þar sem ég ætti að vera að taka fleiri reps ..
Mitt aðaltakmark í ræktinni er að styrkjast.
Ég vil ekki brenna.

En svona hljómar þetta :

Mánudagur - Brjóst
1.Hallandi Bkkpressa | 4x8
2.Bekkpressa | 4x8
3. Hallandi brjóstpressa m handl. | 4x8
4. A1 Brjóstpressa í vél | 3x8
5. A2 Armbeygjur | 3xeins margar og ég get
6. Flug með handlóðum | 3x8
7. Flug í vél | 3x8
Teygja


Þriðjudagar - Fætur
1. Sitjandi Fótarétur | 3x10
2. Hnébeygja með stöng | 4x5
3. Hnébeygja m fót á bekk | 3x8
4. Réttstöðulyfta | 3x8
5. fótabeygjur | 3x8
6. kálfar í vél | 3x30
7. Dauðaganga m stöng 3x40
Teygja

Fimmtudagar - axlir
Standandi sprengiaxlapressa |3x5
Upphýfingar öfugt grip |3x15
Upphyfingar vítt grip |3x15
A1. Arnold axlapressa |3x8
A2. Axlalyfta til hliðar m handl |3x8
Standandi róður m beinni stöng |3x8
B1. Upptog í smithvél |3x12
B2. Axlalyfta fram m handl |3x8
Róður á bekk |3x5



Föstudagar - Byssur
A1. Tvíhöfðalyfta m beinni stöng |3x8
A2. hamar með handlóðum |3x8
B1. Triceppressa m e-z stöng a bekk |3x8
B2. Tricep réttur í vír m beinni stöng |3x8
C1.Sitjandi tvíhöfðalyfta m handl hallandi bekk |3x8
C2. Tvíhöfðalyfta með handlóðum |3x8
D1. Dýfur |3x12
D2. Þröngar armbeygjur |3x15
E1. ??
E2. Tricep með reipi |3x8


Segið mér allt sem ykkur líkar ekki við þetta prógram.
Ef ykkur finnst það drasl , segið það þá.
En komið með rök fyrir afhverju , og segjið mér líka hvað má bæta :)
Takk












Bætt við 15. október 2009 - 22:46
Og já sem heimskur unglingur langar mig að setja aðeins meiri áherslu á bekk og taka kannski 3-4 sett í bekkpressunni á föstudögum áður en ég fer í hendur.

Er það heimskulegt eða í lagi?