Lesið:

http://exrx.net/WeightTraining/LowVolumeTraining.html

TL;DR: Þessi grein fjallar um hvernig það að taka aðeins 1 warmup sett og eitt þungt sett er nánast jafn gott og að taka fleiri sett, og hvernig það að taka fleiri sett gefur svo lítinn árangur yfir aðeins 1 sett(og 1 warmup) að það sé næstum því ekki þess virði.

Ég er að nota þetta eins og er og ég get staðfest að þetta virki. Réttara sagt, ég er að fá sama árangur og þegar ég tók vanalega 3 sett, eða 5x5, og ég get einnig tekið mun þyngri sett vegna þess að ég tek aðeins eitt almennilegt sett. Reyndar verð ég að segja að árangurinn er betri, einfaldlega vegna þess að þetta stytti tímann sem ég þarf að taka mér til þess að lyfta um helming, sem gerir það að verkum að ég hef ekki þurt að ýta einu einasta tækifæri á því að fara í ræktina til hliðar vegna tímaskorts.

Fyrir þá sem vilja efa; þessi náungi er ekki fáviti úti í bæ sem segir bara það sem honum dettur í hug. Hann vísar í heimildir.

Eru einhverjir sem hafa einhverja reynslu í þessu? Hafið þið komist yfir þessa grein og prófað báðar aðferðir í einhvern tíma? Ef svo er, hvað finnst ykkur?

Og já, svona í endann: Öll þessi síða er frábær, fyrir þá sem ekki þekkja hana. Þeir eru með rosalegt safn af æfingum, og ítarlegar skýringar og tilheyrandi hreyfimyndir sem sýna framkvæmdir, og mun, mun meira.

(Safn: http://exrx.net/Lists/Directory.html)