Ég er byrjaður að mæta hjá kírópraktor útaf bakvandamálum sem ég hef haft upp á síðkastið.
Málið er að hann vill að ég hægi aðeins á æfingum sem taka á bakinu, þá helst mjóbakinu. Hann ráðlagði mér að taka 105 kg í deddi miðað við 140 kg vanalega og 100kg í beygju í staðinn fyrir 135kg. Þetta á að vera svona allavega næstu 4 vikurnar, kannski eitthvað lengur.

Nú er ég að pæla hvort og hvernig sé hægt að nota þetta. Á maður að fara í alveg svakalega mörg reps, vinna bara með þetta eins og venjulega og henda kannski inn auka setti eða eitthvað annað?