Sælir, var svona að velta því fyrir mér hvaða matarprógramm ég ætti að skella mér á. Er búinn að sjá svo margar skoðanir á þessu ketosa eða hvað sem það heitir og allt þetta sem “bjöddi” var að skrifa sem var nokkuð áhugavert. Og eftir þetta þarf ég meira en eina skoðun. Ég er 194 og 110 kg, ca 16-18% fita langar að komast í 6% fitu og svona 100kg. Lyfti svona 4-5x í viku og tek svo cardio með því á morgnanna svona 3-4x í viku.

Langar ekki að missa vöðvamassa heldur halda honum eins vel og hægt er þannig ég fari ekki að rýrna við lítil kolvetni, en samt sem áður að fá næringu og orku fyrir lyftingar.

Endilega ef þið hafið einhverja reynslu af svona góðum matarprógrömmum sem eru eins og ég sagði með næga orku fyrir ræktina og ekki þannig að maður fari að rýrna eða halda í sem mesta kjötið.