Ok, þannig er mál með vexti að alltaf þegar ég byrja að labba eitthvað þá fæ ég sjúklegan sting í það sem virðist vera lifrin. (Er samt ekki viss um að þetta sé lifrin.) Allavega stingurinn er hægra megin og að hluta til undir neðstu rifbeinum.

Hélt að þetta væri hlaupastingur þegar ég fékk þetta fyrst, en þetta kemur í hvert einasta skipti strax og ég byrja að labba og hættir svo þegar ég hætti. Svo er soldið vont að ýta þarna eins og ég sé bólgin orsome, samt ekkert á við stinginn.

Eina sem hefur gerst sem gæti hafa orsakað þetta er að ég hef tvisvar verið að snúa mér eitthvað og þá hefur komið svaka brak og sjúkur sársauki þarna. Hélt fyrst að ég hefði brotið eða brákað í mér rifbein, en einhverveginn held ég að maður mundi finna meira fyrir því heldur en bara þegar maður er að labba?

Veit einhver hvað þetta gæti verið?