Núna er ég andvaka, eins og nokkuð oft áður í lífi mínu, og aldrei þessu vant virkar ekkert sem ég kann.

Ég er alltaf að leita að nýjum ráðum við andvöku, svo endilega segið mér ef ykkur dettur eitthvað í hug. Ég nota venjulega flest það sem virkar vel á mig, lesa fyrir svefninn og allt það. En mig vantar eitthvað ráð þegar ég er komin yfir það, hætt að geta lesið meira eftir hálfa bók og ligg bara og bíð …

Nýjasta pælingin mín er samt hvort ég verði andvaka af þorsta. Ég á nefnilega erfitt með að átta mig á því þegar ég er þyrst og var núna að tengja það við þessa tilfinningu sem ég fæ þegar ég er andvaka … einhver annar sem kannast við það?

(Og að lokum: Afsakið hvað þetta er illa skrifaður þráður (enda skrifaður í andvöku kl. hálf 6) og að hann á ekki alveg heima hér (nema það að þetta er auðvitað andleg heilsa og ég nennti ekki að fá svör eins og maður fær á tilverunni)