Var að þyngja í hnébeygju í dag, ekkert mál á þeim tíma, meira að segja auðveldara en ég hélt.
Ég tek ekki alveg eins beygju og sumir, ég hef frekar slæmt jafnvægi svo ég set lóð undir hælana, til að ná dýpra, og svo það sé minna álag á bakið, þar sem ég hef haft vandamál í því þar líka.
En málið er að núna finn ég bókstaflega verk í hnénu, eða nánartiltekið rétt fyrir ofan hné, og ef ég nudda staðinn þá er eins og þetta sé mar, ég fæ verk ef ég beygi hnéð, og ég fæ verk ef einhver þungi er lagður á það. Nánar tiltekið, minn eigin líkamsþungi.
Ég er ekki alveg viss um hvort að það sé útaf því að ég set lóð undir hælana, en ég hef tekið eftir því að það er erfiðara að halda hnjánum í línu við tærnar. Er það ekki annars numero uno?

Endilega svarið.

Leit ekki yfir þetta þannig að allar leiðréttingar eru afþakkaðar.