Sælir hugarar.

Er að vonast eftir góðum svörum svo allt ótengt þessu má fara annað ;)

Ég er drullu mjór og orðinn nett þreyttur á því. Úlnliðirnir á mér eru t.d. fáránlega mjóir.

Ég er semsagt 191 cm á hæð og einungis 67 kg. Er með ágætis þol en lítinn kraft í mér. Rétt næ að taka um 28 armbeygur t.d og 6 upphífingar(?).

Mæliði með einhverju sérstöku fæði til þess að þyngjast smá? Ég ét nefnilega alveg ágætlega mikið, 6 sinnum á dag og þar af 2 heitar máltíðir.

Stunda engar íþróttir (og hef ekki) en pælingin er að fá sér líkamsræktar kort og þá helst einkaþjálfara svo að ég fari ekki að stúta líkamanum með einhverri vitleysu.. Mæliði með einhverju sérstöku? Er World class bara málið eða? Ef að þið eruð með upplýsingar um góðar æfingar sem ég get gert heima hjá mér þá endilega komiði með þær, er með semí aðstöðu fyrir æfingar (lóð, stöng fyrir upphífingar, dínu).

Kv.

KolloK