Jæjaaa.. Núna ætla ég að rekja smá sögu hérna fyrir ykkur, vonandi nenniði að lesa þetta.

Seinasta afmælið mitt, í nóvember, á 16 ára afmælinu, þá fékk ég árskort í World Class. Nú ég náttúrulega byrjaði að æfa bara eins og brjálæðingur 5 sinnum í viku, var kannski að maxa svona 60 í bekk á þessum tímapunkti.

Allavega, byrjaði að lyfta bara, var einhver 70 kíló kannski á þessum tíma. Ég hélt áfram góðu róli og byrjaði alveg að massast upp frekar hratt og svona, allt í góðu með það. Prófaði mig áfram aðeins með kreatín, tók það reglulega, át hollan mat eins og ég gat og forðaðist skyndibitann.

Svo í apríl þá var ég kominn uppí 90 í bekk og allt var á mega uppleið og ég svakalega ánægður bara, stefndi á hundraðið og bara fílingur í botni, orðinn 76-77 kíló og hæstánægður.

Flyt ég ekki síðan í Mosó, ætli það séu ekki góðir 2 mánuðir síðan og hef ekkert farið í ræktina síðan.. Ég veit, það er fokking slappt, en ég bý svo langt í burtu frá Mosó að ég kemst ekki í ræktina, nema á hjóli eða bíl, og hjólið er bilað, og er ekki með bílpróf.

Nú, hérna kemur aðal spurningin. Ég datt aðeins á vigtina áðan, og sá mér til mikillar undrunar að þar stóð 82 kg.

Ég hef kannski ekki verið að borða eins hollt og hægt er, en heldur ekkert svaðalega óhollt, og hef verið að drekka af og til, en pælingin er bara hvort að ég sé bara að fitna, eða hvort þetta sé eitthvað sem að gerist vegna skyndilegrar pásu eða e-ð svoleiðis.

Var bara að vona að einhver myndi segja mér “Þú ert að verða feitur” eða þá að þetta væri voða eðlilegt, því ég hef ekkert vit á þessu.

Á maður að þyngjast um tæp 6 kíló á 2 mánuðum, á mjög venjulegu mataræði samt?

Bætt við 1. júlí 2008 - 23:35
Heyrðu já, ég er ca. 185 á hæð.