Hæhæ.
Ætla að deila smá af minni lífsreynslu og spyrja nokkura spurninga :)

Þegar ég var lítill þá var ég með svokallað “hvolpaspik” ef þið hafið heyrt það.
Ekkert samt alvarlegt, bara eins og margir aðrir :)
Svo varð ég stærri og byrjaði í ræktinni og er alveg nokkuð massaður, og með alveg ágæta magavöðva og lítt ekkert mjög illa út.
En ég hef alltaf átt við einn vanda að stríða.
Ég er með aðeins, og þá meina ég ekki mikið, heldur bara aðeins stærri “brjóst” en hitt liðið í bekknum minum.
Ég er ekki með svona “man boobs” heldur bara aðeins stærri en hinir.
Og ég hef alveg fengið það í mig að þetta sé sko ekki flott og blablabla, þið vitið um hvað ég er að tala.

1.
Mér hefur alltaf fundist alger kvöl að fara úr að ofan, og að fara í heita pottin eftir ræktina og að fara í sund yfir höfuð, þó að ég sé ekki svo mikið öðruvísi en aðrir, og ég get ekki gert að því.
Mér liður illa yfir þessu og hefur reyndar alltaf gert.

Ein spurning…. Er einhver annar með svona :S?

———————————————-
2.
Ef ég er 14 að verða 15 ára, er þá ásættanlegt að vera að taka 50 kíló 10 sinnum og 55 5 sinnum í bekkpressu?
———————————————-

3.
Er einhver annar með einhvern ja hvað getum við sagt, er einhver “öðruvísi” en hinir?…ég vill helst ekki kalla þetta galla þar sem þetta er partur af manni sjálfum.
——————————————

4.
Hvernig finnst ykkur þetta hljóma, ætla að segja hvað ég er búin að borða og gera síðasta laugardag. :)

Klukkan 6 um nóttina fer ég framúr, fæ mér einn banana og jarðarberjaskyrdollu.
Kl hálf 7 er ég komin í vinnuna.
ég vinn í bakaríi og þar fæ ég mér kl svona hálf 10, eina soðiðbrauð með smjöri og osti, eina skyr og eitt epli.
Eftir vinnu fer ég heim, þá er klukkan svona hálf 1, næ mér í æfingaföt og allt það drasl, og fer í ræktina.Eftir ræktina þá er kl orðin svona 4-5 þá fæ ég mér svona skyrdrykk úr blandara, og eina ristaða brauðsneið með smjöri og osti.
Svo fer ég út að skokka eftir það og kem heim klukkan svona ca 8.
Þá fæ ég mér seinan kvöldmat sem er grjónagrautur með slátri og skyr í eftirmat :)
Svo er það einn ávöxtur áður en ég fer að sofa.


ALlavega, með fyrirfram þökkum og von um mörg góð svör…
cam :)