Ronnie Gerði ritgerð um daginn í skólanum um Ronnie Coleman og var alltaf búin að vera á leiðinni að senda hana inn.

Sá svo greinina sem NoFear gerði og sá að það var margt í minni sem var ekki í hans og öfugt..

Soldið langt en ok..

Munið líka að ég gerði þetta fyrir íslensku kennarann minn þannig að ég nota stundum soldið skrýtið orðalag.


Ronnie Dean Coleman fæddist 13.maí 1964 í Monroe, Louisiana. Hann var alinn upp af einstæðri móður sinni Jessie Benton ásamt yngri bróður og tveimur yngri systrum. Hann var alltaf rekar stór meðað við aldur og var í mörgum íþróttum sem krakki. Það var ekki fyrr en hann byrjaði að spila Ruðning að hann fann sig alveg. Þjálfararnir hans og æfingarfélagar sögðust allir hafa munað eftir honum sem strákurinn sem lagði mest að sér til að verða bestur. Einnig var hann sá eini sem allt sumarið fór í ræktina að lyfta til að koma sterkari og stærri inn í næsta tímabil.
Einnig hjálpaði hann mikið til heima hjá sér og var oftast með eina eða jafnvel tvær vinnur til að hjálpa mömmu sinni að halda heimilinu gangandi. Eftir menntaskólann spilaði hann ruðning fyrir Grambling State University, en tók samt alltaf námið alvarlega. Hann útskrifaðist þaðan sem endurskoðandi og á þeim tíma stefndi hann á að verða endurskoðandi.

Sem betur fer gerði hann það ekki, því þá hefði engin heyrt um Ronnie Coleman. Eftir háskólann flutti hann til Dallas þar sem hann vonaðist til að fá betri vinnu og eiga gott líf. Það byrjaði ekki vel, hann vann meðal annars sem pizza sendill fyrir Dominos. Hann sagði sjálfur að þetta hefði verið erfiðasta starf sem hann hefur verið í. Hann leið fyrir það á hverjum degi að fara í vinnuna en hann lét sig hafa það því hann vissi að eitthvað betra beið hans.

Einn daginn þegar hann var að líta í gegnum atvinnuauglýsingarnar sá hann að lögreglustöð í Arlington, úthverfi í Dallas, var að ráða menn. Hann ákvað að sækja um og hann var ráðinn. Hann hafði alla tíð lyft lóðum og hélt því áfram í lyftingarherberginu á lögreglustöðinni. 1989 sagði einn vinnufélagi hans honum frá Metroflex Gym sem hafði þá aðeins verið opið í 2 ár en var samt þekkt sem gymmið þar sem allir bestu vaxtarræktar og kraftlyftingarmennirnir æfðu. Þegar Brian Dobson, eigandi Metroflex hitti Coleman í fyrsta skipti sá hann strax að eitthvað var í gangi og gaf honum frían aðgang að æfingastöðinni og fór að æfa með honum. Það leið ekki á löngu þangað til að Coleman fór að taka meira og verða stærri en Dobson.

Árið 1990 lét Dobson Coleman keppa í fyrsta skipti, þá eftir að hann hafði æft með honum í 4 mánuði og hann vann hana auðveldlega. Dómararnir á þessarri keppni voru allir sammála um að þarna var mikið efni að ræða og töluðu um að þessir handleggir sérstaklega væru Mr. Olympia efni.Nokkrum mánuðum seinna vann hann 1990 NPC Texas Championships þungavigt og vann mótið. Eftir þetta mót komst hann í fyrsta skipti í útsláttarkeppni um að fá atvinnukortið sitt. Þar lenti hann í þriðja sæti sem var þó eki nóg, hann mundi þurfa að ná því fyrsta. Ronnie var ekki áhugamaður mjög lengi, strax næsta ár nældi hann í atvinnumannakortið sitt á NPC Texas Championship. Sigur var unnin, eftir stutta en harða baráttu var Ronnie loksins orðin atvinnumaður.

Ári eftir þetta keppti hann á fyrsta atvinnumanna mótinu sínu, Chicago Pro show, 9.maí 1992. Þar lenti hann í ellefta sæti. Mennirnir 10 sem voru á undan honum voru ekki fræg nöfn og voru fæstir þeirra þekktir utan við Kevin Levrone. Á eftir Coleman kom Darrem Charles sem hafði eins og Coleman unnið sér inn atvinnumannakort árið áður. Nokkrum vikum seinna keppti Ronnie á Night of champions, þar sem margir frægir kappar kepptu með honum, þar á meðal : Robby Robinson, Dan Smith, Darrem Charles og Nasser El Sonbaty sem var þarna að keppa á sínu fyrsta atvinnumannamóti. Á þessum tíma var það þannig að þeir sem unnu sína þyngdarflokka á stóru atvinnumannamótunum máttu keppa á Mr. Olympia. Það var þannig sem Ronnie komst fyrst á Olympia, því þarna á Night of champions vann hann sinn þyngdarflokk. Þetta var árið sem Dorian Yates vann í fyrsta skipti og eftir það hélt hann titlinum í 6 ár. Coleman gerði ekki merkilega hluti þetta árið, hann var í þeim hópi sem var ekki í top fimmtán og fékk því ekki sérstakt sæti, hann var bara ásamt mörgum öðrum í 16 sæti, semsagt seinasta sæti.

Árið 1993 var Coleman skráður í 4 keppnir en náði samt sem ekki að komast í Olympia, en hann vissi samt sem áður að hann yrði að halda áfram að leggja hart að sér við æfingar, því eins og alltaf, stefndi hann hátt ! Næstu árin gengur hratt fyrir sig, Ronnie keppti á mörgum mótum og náði ágætsi árángri. Árið 1995 vann hann sinn fyrsta atvinnumannasigur, á Canada Pro cup. Í öðru sæti á eftir honum kom Gunther Schlierkamp. Næsta ár, 1996, vann hann Canada pro cup aftur. Þetta ár keppti Ronnie á Olympia og náði eftir langa bið í topp 10 hópinn með 6.sæti. 1997 keppti Coleman í 11 keppnum en vann ekki nema eina, Russian Grand Prix. Þetta ár lenti hann í níunda sæti á Olympia ogn engum grunaði að næstu 8 árin mundi hann ráða vaxtarræktarheiminum og vinna Olympia næsta 8 árin.

Fyrir Olympia 1998 var mikið talað um Flex Wheeler, sem hafði 15 atvinnumannasigra undir beltinu og Nasser El Sonbaty sem var talinn sá eini sem gat stoppa hann. Coleman fékk ekki mikla athygli fyrir keppnina og var ekki talinn sigurstranglegur. Allt þetta breyttist þegar hann labbaði inná sviðið með það sem margir telja vera fullkomnun. 115 kg af þurrum, hörðum vöðvum með æðar út um allt ! Allir sem höfðu einhvertímann efast um Ronnie sáu að sér núna, allir sáu hvað hann var góður. Þetta ár vann hann og þar með var með ný tíð byrjuð í vaxtarrækt, þar sem Ronnie Coleman réð ríkjum. Margir héldu að næsta ár mundi Flex koma og taka titillinn af Coleman, það bjóst engin við regni eins og þegar Dorian vann titill 6 sinnum og alls engin bjóst við að hann mundi jafna með Lee haney sem vann 8 sinnum.

Nú þegar Ronnie var Mr Olympia þurfti hann ekkert að keppa þetta árið því hann var sjálfkrafa með í Olympia að ári og því tók hann bara ár til að bæta sig og stækka eins og hann gat, alveg eins og 6 sinnum Mr Olympia Dorian Yates gerði alltaf og 8 sinnum meistari Lee Haney. Þetta ár vann hann örugglega og nú fyrst fóru menn að búa sig undir það að Ronnie Coleman mundi nú ráða vaxtarræktarheiminum um ókominn ár. Þetta ár var Flex Wheeler aðal keppinautur hans í Mr Olympia og það eru þó nokkrir sem töldu hann hafa átt titill skilið. Eftir keppnina sneri hann baki í dómarana og rétti einn fingur uppí loftið, því það var sætið sem honum fannst hann hafa átt skilið og fannst að það hefði verið svindlað á honum.

Coleman vann Olympia 2000 frekar auðveldlega, en nú var kominn fram á sjónarsviðið maður, Cutler að nafni, sem fólk taldi að gæti átt í harðri keppni við Coleman í Olympia að ár. Þetta ár gaf Coleman einnig út fyrstu myndina sína í fullri lengd og eftir þá mynd var ekki lengur efast um hann, hann var ekki bara besti vaxtarræktar heims heldur var hann einnig sá sterkasti. Í þessarri mynd sást hann lyfta ótrúlegum þyngdum sem hafði ekki áður sést í vaxtarræktarmyndbandi. Í þessarri mynd komu fyrst fram frasar sem hafa síðan þá heyrst í lyftingarsölum um allan heim, til dæmis : „Yeah buddy“, „Aint nuthin‘ but a peanut“ og „Yubb, yubb“.
Árið 2001 var Ronnie greinilega kominn með nóg af að keppa bara einu sinni á ári eða honum langað einfaldlega í pening, því þetta ár keppti hann á Arnold Classic og vann sér inn 250 þúsund pund. Samt sem áður kom þetta niður á honum, hann kom ekki í jafn góðu formi og vanalega inní Olympia og margir telja hann hafa verið heppin að vinna þetta ár. Cutler kom í hrikalegur formi í þessa keppni og margir telja að hann hefði átt að vinna. Ronnie endaði þetta ár með ferð til Nýja Sjálands til að keppa á Grand prix, sem hann vann auðveldlega.

Árið 2002 ákveður Weider Magazine að gefa Cutler rosalega athygli og fær hann kynningu eins og enginn vaxtarræktarmaður hefur fengið áður. Þvílíkt blaðamannafár í kringum hann og endalaust af greinum um hann og myndatökur, það sem mest er talað um einvígið milli hans og Coleman. Samt sem áður ákveður Cutler að sleppa Olympia þetta ár og einbeita sér í staðinn meira að Arnold Classic sem hann vann þarna í fyrsta skipti af þremur. Þetta ár kom Coleman hrikalegur þurr og of skorinn, hann vigtaðist einungis 112 kg. Þetta gaf Kevin Levrone tækifæri á að vinna, þó svo að fæturnir á honum væru ekki eins flottir og þeir höfðu verið árin áður. Coleman vann samt sem áður báðar loturnar í „prejudging“, en Levrone sneri þessu við í aðalkeppninni og vann pósurnar og „posedownið“. Samt sem áður vinnur Coleman þetta ár með nokkrum stigum. Þetta ár fór Coleman einnig til Hollands að keppa á Grand Prix og vann það auðveldlega. Helgina eftir þetta keppti hann á GNC show of strength þar sem hann lenti í einum mesta harmleik á ferlinum, hann tapaði fyrir Gunther Schlierkamp. Þó svo að aðdáendurnir elskuðu Gunther þá fannst engum þetta vera sanngjarnt. Eftir þetta vildi Coleman hefnt þannig að hann ákveður ap næsta ár mun hann vera stærri og betri en hann hefur nokkurntímann verið !
Árið 2003 ákveður Cutler að keppa í Olympia og er talað um að hann muni vera sá sem berst um kórónuna við Coleman. Einnig er eitthvað talað um Gunther Schlierkamp en það býst samt engin við miklu af honum. Meðan á þessu öllu stóð var Coleman pollrólegur heima í Arlington að æfa og éta eins og dýr til að sjá til þess að Gunther fengi að sjá hver væri í raun bestur ! Í tvo mánuð fyrir þess keppni tók hann upp DVD disk, „ The cost of redemption“. Ef Gunther eða einhver annar að keppinautum Ronnie hefðu fengið að sjá þennan disk fyrir keppnina eru miklar líkur á að þeir hefðu hætt við, maðurinn var hrikalegur. Á þessum disk sannaði Coleman enn og aftur að hann væri sterkasti vaxtarræktarmaður sem uppi hafði verið. 5 og hálfri viku fyrir Olyumpia tók hann hvorki meira né minna en 360 kg í réttstöðu 2 sinnum ! Enginn færi að leika þetta eftir og sérstaklega ekki svona stutt út í Olympia. Ef einhver héldi að Gunther eða Cutler átti séns þá átu þeir orð sín þegar Coleman steig á sviðið, 130 kg af þurrum vöðvum ! Það var talað um þetta sem bestu líkamsbyggingu sem til hefur verið ! Coleman kramdi keppnina og Gunther lenti í 5 sæti, sem margir töldu að hefði verið heppni þar sem hann var alls ekki í góðu formi þarna. Seinna þetta ár fór Coleman til Rússlands þar sem hann keppti á Grand Prix og vann auðveldlega.
2004 varð Coleman fertugur en kom samt inn í Olympai þyngri en hann hafði nokkurtímann verið. Þetta ár var aftur talað um Cutler sem eina alvöru keppinaut Coleman. Þetta ár kom Coleman á sviðið 135 kg, einungis 180 cm á hæð. Hann vann þetta ár með fullkomnum stigum, sem hafði ekki gerst áður. Coleman keppti í nokkrum Grand Prix keppnum þetta ár og vann þær allar.

2005 var árið sem Coleman ætlaði að reyna að bæta metið hans Haney sem vann Olympia 8 sinnum. Coleman kom inn 127 kg þurr og mikill. Þetta ár voru nokkrir sem voru mjög jafnir Coleman, þar á meðal Cutler og Gustavo Badell. En á endanum marði hann sigur og jafnaði met Haney. Það var enginn vafi, Coleman var besti vaxtarræktarmaður sem uppi hafði verið og hann mun alltaf vera kóngurinn !
Shut up and SQUAT !