Ég er einn af þeim sem að er haldinn þeirri þráhyggju að æfa sig reglulega og fæ þvílíkt samviskubit ef að ég sleppi úr einni æfingu. Svo að ég tek hana þá bara á frídegi ef að ég næ ekki að æfa mig á fyrirfram ákveðnum æfingadegi.
Brennsla vs Styrking er umræðuefni sem að margir væntanlega hafa álit á og ætla ég ekki endilega að fullyrða neitt um það. Mig langar hins vegar að velta svolitlu upp. Mitt æfingaplan er eftir farandi og frekar einfalt:

Ég æfi alla virka daga og tek bæði brennslu og styrkingu í hverri æfingu. Ég hjóla eða skokka í 30 mín og geri svo styrktaræfingar á tveimur vöðvahópum í 15 mín.

Þannig að ég brenni daglega en tel mig ekki vera að ofgera mér þar sem að ég tek bara ákveðna vöðva í hvert sinn og hvíli hina.

T.d var æfingaplanið hjá mér svona í síðustu viku.

MÁNUDAGUR BRENNSLA MAGI OG BRJÓST

ÞRIÐJUDAGUR BRENNSLA BAK AXLIR

MIÐVIKUDAGUR BRENNSLA RASS FÆTUR

FIMMTUDAGUR BRENNSLA MAGI LIÐLEIKI

FÖSTUDAGUR BRENNSLA HENDUR BRJÓST

Þetta rúllar alltaf og maður lendir alltaf í því að taka til dæmis einn vöðvahóp tvisvar í viku.

Ég er 10-15 kg yfir kjörþyngd og fer það hægt og rólega af.


Ef að einhver nennir að tjá sig um þetta þarna úti eða hefur eitthvða vit á þessu og kannski mataræði líka þá má sá hinn sami eða sú hin sama endilega láta mig vita.

Mér finnst gott að fá ábendingar frá þeim sem að geta aðstoðað mann í svona hlutum.

Með fyrirfram þökk
Örninn